Umhverfis

Ísland á kayak

Sýnishorn úr heimildarmynd

Komdu með í ferðalagið

Þú getur fylgst með ferðinni
Skoða staðsetningu   Lesa nýjustu færslu

Against The Current

Umhverfis Danmörk á sjókayak 2020

Sumarið 2019 réri ég kayak rangsælis í kringum Ísland eða á móti straumnum og var þar með fyrsta íslenska konan til að róa hringinn og fyrsta manneskjan til að róa hann rangsælis. Eftir minni bestu vitund var ég einnig fyrsta transkonan sem ræðst í svona verkefni.

Markmið mitt með ferðinni var að láta gamlan draum rætast og safna í leiðinni áheitum fyrir Píeta samtökin og styrkja þannig þeirra mikilvæga starf í að aðstoða fólk í sjálfsvígshættu. Ástæðan fyrir því að ég valdi að þessi flottu samtök er vegna þess að ég þekki af eigin reynslu hvernig er að vera á slæmum stað, en ég reyndi að taka líf mitt þegar ég gekk í gegnum mitt kynleiðréttingarferli og íhugaði það mjög oft.

Í ár ætla ég að róa rangsælis í kringum Danmörku, en það hefur víst ekki verið gert áður. Ég ætla að hafa sama háttinn á og í ferð minni í kringum Ísland. Það er að segja að halda áfram að vekja athygli á málum transfólks þar sem við eigum undir högg að sækja víðsvegar um heiminn. Ég stefni á að halda fyrirlestra á völdum stöðum í Danmörku um líf mitt sem transkonu og segja frá ferð minni í kringum Ísland.

Það sem stendur uppúr eftir ferð mína í kringum Ísland fyrir utan alla náttúrufegurðina sem var á vegi mínum eru móttökurnar sem ég fékk um allt land. Allsstaðar sem ég kom var mér hlýlega tekið og mér boðin gisting hér og þar.

Það var eitt sem varpaði skugga á ferð mína í kringum Ísland og það var allt ruslið sem varð á vegi mínum og fékk mig til að hugsa hvernig við göngum landið og hafið okkar. Þetta hafði mikil áhrif á mig og hef ég breytt mínum lífstíl í kjölfarið. Þess vegna ætla ég að gera allt sem ég get til að vekja athygli á þessum málum og er ég nú að koma mér í samband við dönsk umhverfissamtök og einnig ætla ég að hvetja danska kayakræðara til að koma og róa með mér einhverja hluta ferðarinnar og týna rusl.

Útivist og búnaður

Aurora Arktika

STYRKJUM PÍETA MEÐ ÞVÍ AР HEITA Á VEIGU

Já svo sannarlega

Þið getið líka lagt inná reikning: 

0301-13-305038

Kt: 410416-0690.