Fyrirlestur í Skjaldborg á Patreksfirði

By 13. May, 2019 Fyrirlestrar

Á MÓTI STRAUMNUM

FYRIRLESTUR Í SKJALDBORG 16. MAÍ KL. 20:00

Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og transkona frá Ísafirði ætlar að róa hringinn í kringum Ísland á kajak og safna í leiðinni áheitum fyrir Píeta samtökin.

Róðurinn hefst 14. maí frá Ísafirði og gera má ráð fyrir að hann taki sex til tíu vikur. Veiga mun róa rangsælis hringinn í kringum landið og kallar hún verkefnið „Á móti straumnum“.

Á fyrirlestrinum mun Veiga segja frá verkefninu, sögunni á bakvið það, kynleiðréttingaferlinu, svara spurningum og upplýsa áheyrendur um fjölbreytt málefni.

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og hvetjum við alla til að heita á Veigu og leggja samtökunum lið.
 Sjá nánar á www.pieta.is
Hægt er að fylgjast með Veigu á vefsíðunni hennar www.veiga.is

SÖFNUNARNÚMER
:
901 7111 – 1.000, kr.
901 7113 – 3.000, kr.
901 7115 – 5.000, kr.
STYRKTARREIKNINGUR:
0301-13-305038 Kt: 410416-0690

 

Leave a Reply