Category

Fyrirlestrar

Fyrirlestrar í boði

By | Fyrirlestrar | No Comments

Á móti straumnum

Einstök saga konu í líkama karls
Saga mín er saga konu sem var föst í líkama karls í 38 ár.
Í þessum einlæga og persónulega fyrirlestri fer ég yfir það hvernig það var að vera barn, unglingur og fullorðin og burðast alltaf með leyndarmálið um það hver ég var. Hvernig feluleikurinn bugaði mig að lokum og varð að þunglyndi og sárum hugsunum um að deyja frekar en lifa áfram í mínum líkama.
Ég horfðist í augu við sjálfa mig, viðurkenndi eigin tilfinningar, sjálfsmynd og fordóma og fór í kynleiðréttingu með öllum þeim aðgerðum og meðferðum sem því fylgja. Líf mitt hefur ekki alltaf verið dans á rósum en nú hef ég fylgt hjartanu og er í dag hamingjusöm kona. Reynslan hefur kennt mér margt og eitt af því er að gefast ekki upp þótt á móti blási.
Ég segi frá lífi mínu á einstakan og einlægan hátt og það er stutt í húmorinn enda uppákomurnar margar háalvarlegar og svo alvarlegar að ekki er hægt annað en að brosa. Hvað segir maður t.d. í sturtu í kvennaklefanum í sundlauginni þegar barnið manns kallar „pabbi!“
Sagan mín er saga sem á erindi til allra og snertir alla.

 

Í gegnum brimskaflinn

Það er margt sem geri mig að einstakri manneskju. Ég hætti að lifa sem karlmaður og fór að lifa sem sú konan sem ég hafði allltaf verið og leiðrétti kyn mitt, reri rangsælis á kajak umhverfis landið á móti ríkjandi straumnum og vindi. Ég varð þar með ekki aðeins fyrsta íslenska konan til að róa hringinn í kringum landið heldur einnig fyrsta transkonan í heiminum til að vinna slíkt þrekvirki. Fyrir utan átökin við náttúruöflin, brimið, hvalina, refina og jökulárnar, tókst ég á við sjálfa mig, samfélagið, kynhlutverkið, fordómana og lífið. Ég uppgötvaði í þessu ferli að „ég er bara nóg“. Hvar sem ég kom að landi var mér hlýlega tekið og mínir eigin fordómar um viðhorf gagnvart mér, transkonunni, reyndust ekki réttir. Í þessum fyrirlestri segir ég frá ferðalaginu bæði í bátnum og í lífsins ólgu sjó.  Saga mín er átakasaga einstaklings sem tókst á við sjálfa sig og er í dag hamingjusöm.

 

Fyrirspurnir og bókanir. veiga@veiga.is

 

Fyrirlestur í Skjaldborg á Patreksfirði

By | Fyrirlestrar | No Comments

Á MÓTI STRAUMNUM

FYRIRLESTUR Í SKJALDBORG 16. MAÍ KL. 20:00

Veiga Grétarsdóttir, kajakræðari og transkona frá Ísafirði ætlar að róa hringinn í kringum Ísland á kajak og safna í leiðinni áheitum fyrir Píeta samtökin.

Róðurinn hefst 14. maí frá Ísafirði og gera má ráð fyrir að hann taki sex til tíu vikur. Veiga mun róa rangsælis hringinn í kringum landið og kallar hún verkefnið „Á móti straumnum“.

Á fyrirlestrinum mun Veiga segja frá verkefninu, sögunni á bakvið það, kynleiðréttingaferlinu, svara spurningum og upplýsa áheyrendur um fjölbreytt málefni.

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og hvetjum við alla til að heita á Veigu og leggja samtökunum lið.
 Sjá nánar á www.pieta.is
Hægt er að fylgjast með Veigu á vefsíðunni hennar www.veiga.is

SÖFNUNARNÚMER
:
901 7111 – 1.000, kr.
901 7113 – 3.000, kr.
901 7115 – 5.000, kr.
STYRKTARREIKNINGUR:
0301-13-305038 Kt: 410416-0690

 

Fyrirlestur í Hörpu 11 maí / Open talk in Harpa may 11th

By | Fyrirlestrar | No Comments

English below

Spennandi tímar framundan. 11 maí verð ég með fyrirlestur í Björtulofti í Hörpunni þar sem ég mun tala um kynleiðréttingarferlið sem ég gekk í gegnum frá áronum 2014 til 2017 en mun einnig fara aðeins inná æskuna, lífið í dag eftir leiðréttingu og eins muninn á því hvernig er að vera kona í samfélaginu í stað karls.  En dagskrána er hægt að skoða hér að neðan.

Harpa 11 maí

have exciting times coming up. On May the 11th I‘m giving a speach at Björtuloft in Harpa, where I will talk about the gender reassignment process I went through during 2014-2017. I will also dig into my youth and my life today, after my transformation as well as how it is to be a woman in the society vs. to be a man. You can view the agenda here below.

Harpa 11 maí