Öðrum áfanga lokið, Patreksfjörður – Stykkishólmur. / Second phase completed

By 23. May, 2019 Blogg

English below

 

Ég kom til Stykkishólms um miðjan dag í gær og ætla að taka einn hvíldardag í dag. Ég verð að viðurkenna að ég er orðin pínu lúin og með aumar hendur þar sem ég hef fengið fimm blöðrur á hendurnar og tvær af þeim eru orðnar að sárum og erfitt að kreppa fingurna fyrst á morgnana. En það beið mín hótelherbergi þegar ég kom hingað, ég byrjaði reyndar á að fara í sund og pottana og fá mér að borða en svo hélt ég fyrirlestur í grunnskólanum hér á Stykkishólmi sem gekk mjög vel þó svo að það hafi ekki verið margir sem mættu. En mikið var svo gott að fá herbergi þar sem ég get þurrkað dótið og hlaðið allan rafbúnað og tala nú ekki um að fá að sofa í góðu rúmi og vil ég þakka þeim hjá Fransiskus fyrir að taka á móti mér.

Mér tókst að gera við þurrgallann minn og hef verið þurr í fæturna sem er mjög gott.
Róðurinn frá Hænuvík yfir í Látravík gekk mjög vel, var reyndar ekki nema um 25 km og var léttur og skemmtilegur róður, stilltur sjór og hæglætis veður en það var smá hafalda og fundum við aðeins fyrir henni þegar við fórum fyrir Bjarnarhnúpinn rétt áður en við komum í Látravíkina en þar var frekar straumþungt og þegar hafaldan skellur á klettaveggjum og kastast til baka þá verður þetta að einskonar suðupotti, öldurnar koma úr öllum áttum og gerði þetta að skemmtilegum en krefjandi róðri. Það sem eftir var dags fór í að koma sér fyrir, næra sig og spá i veður og strauma því Látrabjarg var plan morgundagsins en þar skiptir miklu máli að fara á réttu falli því straumþunginn getur verið mikill þar.

Eftir að hafa talað við Guðna Pál sem réri hringinn 2013 og þekkir vel hvað ég er búin að koma mér útí þá var ákveðið að við skyldum leggja í hann um kl 12 á hádeigi, rétt fyrir fallaskipti.
Fyrstu 2 km vorum við með strauminn með okkur og náðum miklum skriði að Látraröstinni en hún var ekki eins slæm og ég bjóst við gekk mjög vel að fara fyrir Bjargtanga en það sem kom á eftir henni er varla hægt að lýsa með orðum. Ég hef komið á Látrabjarg nokkrum sinnum og alltaf fundist það tilkomumikið en að sjá það frá sjó og tala nú ekki um að vera á litlum kayak rétt undir bjarginu er mögnuð upplifun. Það var smá þokumistur efst í bjarginu sem gerði upplifunina ennþá dramatískari. Ég hef aldrei séð annað eins af fuglum og gargið í þeim glumdi alla þessa 20 km. Við hittum 2 hópa af sigmönnum sem voru í eggjatínslu og fylgdumst með örðum þeirra slaka eggjakörfum frá bjarginu niður í slöngubáta sem þeir voru á. Þar sem sjór var stilltur tókst mér að fara í land á einum stað og létta á mér en þegar ég leit uppí bjargið sjá ég bjargbrúnina gnæfa yfir mér, þá hugsaði ég með mér að ég skyldi ekki stoppa lengi þarna ef eitthvað skyldi hrynja úr bjarginu. Ég stoppaði alloft til að virða bjargið og fuglalífið fyrir mér og kom það nokkrum sinnum fyrir að ég fékk gæsahúð, þetta var svo tilkomumikið, en á sama tíma drungalegt og maður fann alveg fyrir smæð sinni. Þegar við höfðum róið bæði Látra- og Keflavíkubjarg, sem var ekki síðra, þá stoppuðum við í Keflavík, fengum okkur að borða, kíktum í neyðarskýlið og kvittuðum í gestabókina.
Fljótlega eftir það tók við Rauðasandur, rúmlega 10 km löng sandfjara en við rérum hana á enda og fórum í land rétt hjá Melanesi og gistum þar eina nótt og er einn af mínum uppáhaldsstöðum á landinu.

Daginn eftir var ákveðið að róa eins langt og við gætum inn á Barðaströnd en þann dag var tvísýnt með veður, en við ákvöðum að láta slag standa og sjá hvað við kæmust langt og var ég undir það búin að þurfa að snúa við. Það var stíf austanátt og fundum við vel fyrir henni þegar við komum út fyrir Skor, en engu að síður tókst okkur að að róa um 18 km og enduðum á Siglunesi. Stuttur en frekar erfiður dagur.

Svo á þriðjudaginn var á kveðið að róa til Flateyjar en það var um 40 km löng leið. Við lögðum af stað um tíuleytið um morguninn en eftir um 8 km langan róðu,r ákvað ég að við skyldum fara í land og bíða í um 2 tíma eftir fallaskiptum sem kom svo í ljós að það margborgaði sig því við vorum að róa rúmlega helmingi hraðar eftir það en við höfðum gert fyrr um morguninn.
Svo þegar við áttum um 10 km eftir í Flatey, reif vindur sig upp úr austri og fengum við hann beint í fangið með tilheyrandi streði þessa 10 km.
Þegar við komum í land og fórum að spjalla við eina fólkið sem við sáum í eyjunni, þá endaði spjallið með því að okkur var boðin gisting og vil ég þakka hennu Þóru og fjölskyldu fyrir að taka vel á móti okkur.

Í gær var vaknað um hálf sex því það var langur dagur framundan, ég þurfti að komast til Stykkishólms í tæka tíð því ég átti að halda fyrirlestur klukkan átta um kvöldið og vildi ég vera komin þangað ekki seinna en um fjögurleytið svo ég hefði tíma til að fara aðeins í sund og snyrta mig, borða og slaka aðeins á áður. En þessi dagur endaði í 38 km þar sem við rérum nánast beint í suður í austan hliðarvindi og strauminn líka til að byrja með. Þegar við vorum hálfnuð, þá lægði og datt í blankalogn og sól sem var nánast full mikið af því góða, því manni verður svo heitt að róa í þannig veðri sem gerir það að verkum að maður nennir varla að róa og fer róa hægar en ella. En það varði þó ekki lengi og fengum við stífan austanvind á ný – en það hefði alveg mátt vera millivegur á þessu.
En á þessum tveim síðustu dögum höfum við verið langt frá landi og hafa komið kaflar þar sem eru meir en 10 km í næsta sker. Þá er lítið annað að gera en að horfa á staðsetningartækið og horfa á kílómetra mælinn telja niður í næsta stopp. Maður rær ekki hratt og þegar langt er í næstu landtöku, þá gerist voða lítið á einum klukkutíma, það er að segja að landið virðist nálgast svoooo hægt.

Þetta hafa verið frábærir dagar og það sem stendur kannski einna hæst upp úr hjá mér eru móttökurnar sem ég hef fengið allsstaðar sem ég hef komið og það er tvennt sem ég vil segja frá. Annað er að ég var í viðtali í á Rás 2 og Bylgjunni á sl. föstudag og eftir það viðtal fékk ég skilaboð frá einni konu sem sem var að þakka mér fyrir það sem ég er að gera, opna þessa umræðu og safna fyrir Píeta, en hún hafði reynt að taka sitt líf þrívegis, en er komin á góðan stað í dag og þótti mér vænt um að fá þessi skilaboð frá henni.
Hitt er svo að á mánudaginn fékk ég tölvupóst frá Kayakferðum á Stokkseyri þar sem sú hugmynd kom upp að búa til eina kayakferð þar sem fólki gæfist kostur á kaupa sér kayakferð frá Eyrabakka til Stokkseyrar á sama tíma og ég væri að róa þá leið og myndi allur ágóði af þeirri ferð renna til Píeta og er ég djúpt snortin yfir öllum þeim stuðningi sem þetta verkefni mitt hefur fengið.

Í gær lauk þeim kafla sem Örlygur hefur að róa með en hann hefur verið með mér fyrsta degi og hefur það verið virkilega gott að hafa annan vanan kayakræðara með sér til að spá í veður og strauma og hjálpa manni við ákvörðunartökur. Eins var virkilega gott að hafa félagsskap og góðan ferðafélaga.
En ekki nóg með að hann hafi yfirgefið mig í gær heldur þá fór Óskar Páll líka en hann hefur verið að filma alveg frá fyrsta degi hefur verið að taka viðtöl við okkur Örlyg bæði kvölds og morgna og myndað á öllum þeim stöðum sem hann hefur getað, leigði bát til að geta myndað þegar við rérum undir bjargi og svo aftur þegar við komum í Flatey. Verð samt að viðurkenna að þó þetta sé gaman, spennandi og heiður að það sé verið að gera heimildarmynd um mig og ferð mína í kringum landið að þá tekur það alveg á og er ég alveg pínu feigin að fá að vera ein með sjálfri mér næstu dagana

En plan dagsins er slaka á og undirbúa næsta dag en þá stefni ég a Ólafsvík og ef spáin stenst þá ætti ég að vera fljótt þangað í austanáttinni með fallið með mér en svo er planið að koma sér til Akraness þar sem ég mun halda næsta fyrirlestur og mun hann verða auglýstur þegar nær dregur.

 

 

 

I took out in Stykkisholmur town yesterday and a single days rest is on my menu as we speak. Honestly, I´m a bit done in, sore hands decorated with five blisters, two of which that have developed into  nasty cuts, making it painful to clench my fists when I get out of bed. But there was a hotel room waiting for me in town, but first I got in the local swimming pool, and had dinner, and then it was time for my presentation, hosted in towns elementary school. Nice gig that was, even though I wasn´t blessed with a heavy crowd.  But surely was I blessed with a good room where I managed to dry my gear and charge my laptop and phone. To sleep in a nice bed feels like heaven and I want to thank the Fransiskus for the treat.
So I completed my drysuit repairs resulting dry feet – which is great.
The paddle from cove Hænuvík to Latravík was great but rather short, 25 km, easy and fun, calm seas and nice weather. Some swells though that gave us something to remember as we passed headland Bjarnarnupur. Rest of the day we took for planning ahead, eat and rest. Headland Bjargtangar and giant cliff Latrabjarg was the next episode. This is a paddle ground that requires good timing due to tides and heavy currents.
After a phonecall with Guðni Páll, who did a circumnavigation 2013 and therefore knows what I got myself into, it was decided to put in at noon, 1 hour before LW. The first 2 km on the water we paddled in supportin current and worked up quite a pace to the headline Bjargtangar where a paddler finds him-/herself in a tide-rip. Nevertheless, it wasn´t all that challenging on this day and we scaled the tide-rip with ease. What followed on the other hand was something one finds difficult to describe with words. You see, I´ve been to Latrabjarg cliff a few times and every time it´s a thrill, but from a little kayak, looking up the giant cliff, partially hidden in fog, was overwhelming, mildly speaking. Seabirds of different kinds everywhere you looked and earsplitting noise they produced followed us for the next 20 km as we paddled on. We came across cliffmen, picking eggs and watched them as they lowered their catch in a basket attached to a rope, to their partners waiting down below in Zodiacs for pick up. Because of calm seas I could go on shore to relieve myself, but as I looked up the vertical cliff, I thought to myself It´d make sense to do a short stop. Risk of rockfall is present. I made frequent stops to observe the cliff and the birds as we moved on and it gave me goosebumps, due to its magnificence, but simultaneously it was eerie. You feel so ridiculously small under the cliff, believe me. When cliffs Latra- and Keflavíkubjarg (which is no inferior to Latrabjarg) were behind us, we took out in cove Keflavik for snacks and stretch, had a peek inside the emergency cabin there, left our names in the guestbook inside the cabin and put in again. Last episode lay finally infront of us; beach Rauðasandur, 10 km stretch of golden beech, ending in the fields of farm Melanes, where we made camp. This is one of my favorite spots in Iceland.
Next day, we decided to paddle onwards, even though we had to fight headwinds up to max 29 knots. We had a plan B; simply turn around back to camp. Nevertheless we covered some 18 km and made camp in headland Siglunes. So a short but tough day on the water.
Last Tuesdey we were headed for tiny island Flatey, about 40 km stretch from Siglunes. Put in at 10 AM but took out after 8 km of paddling. It made little sense to fight the tides. So we rested onshore for 2 hours, which turned out to be a good call, since we doubled our speed once we got back on the water. Finally when we had 10 km to cover before we would reach Flatey, the headwinds were back, fight them was taxing as usual. Once we took out we found some nice folks and after a short chat with them, we were offered rooms in their house, including hot shower. Many thanks to Þóra and her family for all their hospitality.
Next day we got up at 5. 30 AM since we had a long haul to Stykkisholmur. My deadline was at 8 PM for my presentation. I planned to take out no later than 4 PM; I needed time to go to the pool, do my makeup, and relax prior to my gig. But in total we paddled 38 km that day, due to our South compass bearing in East crosswinds and current. Halfway there, the weather went totally calm and the sun broke out, maybe to much for my taste; one tends to slow down in hot and stale conditions. But this was a short episode, tough crosswinds were back again – one would appreciate the golden mean once and awhile.
So for the last two days we´ve been paddling long way from the coastline, seeing episodes with more than 10 km to the next single shore. I guess there is not much else to do but to gaze at the plotter and watch the odometer as it chews slowly on the miles. One doesn´t paddle all that fast, and when you have a long haul to make until you take out again, there is hardly anything going on for an hour or so, i.e. the coastline gets on your radar sooo slowly.
But all in all, great days on the water, and most thrilling thing about the hole enterprice, is the hospitality and warm receptions from people. And at this point I need to share two things with you. First, last Friday I was interviewed on channel 2 on National Radio, and Bylgjan radio. Half an hour later I got a PM from a listener, thanking me for my project. This person told me she had history of three suicide attempts, but today she´s got a good life. Her story moved me indeed.
The other ting is that last Monday I received an email from travel agent Kayaktrips Stokkseyri. They came up with an idea to launch a single kayak trip later this summer, when I reach their grounds, donating all profits to Pieta organization.
I am deeply moved by all the support for my project.
Yesterday was Örlygurs, my paddle buddy, last day on the water. He´s been with me since day one. Sharing things with a competent kayaker and good travel companion is just great.  And Óskar Páll, filmmaker, also finished his filming and is no longer present. From the journeys beginning, he´s been busy with the documentary on my circumnavigation, shooting from all possible and impossible angles, taking comments from us paddlers etc.
But I have to admit that despite all the thrill and fun, and honor, regarding the docu, it is energy-draining – so I´m bit relieved moving on all by myself.
Today´s plan is to relax and make plans for tomorrow. I´m heading for town Ólafsvik and if the forecast delivers what it promises I should make a fast run to Olafsvik in following winds. Then I head south to town Akranes for my next presentation.

Leave a Reply