Monthly Archives

apríl 2019

Fylgdu hjartanu / Follow your heart

By | Blogg | No Comments

English below

Áramótin 2017-18 var ég að róa með Guðna Páli sem réri hringinn í kringum Ísland 2013 og var að spyrja hann út í ferðina hans, hvernig allt hefði gengið og hversu kostnaðarsöm ferðin hafði verið. Ég man að mig langaði mikið til að feta í fótspor hans og róa hringinn en hugsaði með mér að ég hefði aldrei tök á því, að ég hefði ekki það sem til þyrfti né efni á því þannig að ég hætti að hugsa út í þetta. En svo í maí fyrir ári síðan þá kom þessi hugmynd aftur upp og ég fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti framkvæmt þessa hugmynd mína, ég var orðin sannfærð um að ég gæti þetta en vantaði bara að útvega mér allan búnað fyrir ferðina en það er mikið af góðum búnaði sem maður þarf í svona ferð. Ég fór að velta fyrir að hafa samband við fyrirtæki og leita eftir styrkjum, hugsaði fyrst með mér að það ætti enginn eftir að styrkja mig en ég ákvað samt að prufa og hafði samband við Cintamani og sagði þeim frá mér og minni hugmynd um að róa hringinn og safna áheitum fyrir Píeta. Viti menn, þeir sögðu já og þá fór boltinn að rúlla. Nú í dag er ég búin að fá allan þann besta búnað fyrir svona ferð sem völ er á þökk sé Cintamani, Fjallakofanum, Garminbúðinni, Vélasölunni, Epli, Rockpool Kayaks, Kokatat, Lendal og síðast en ekki síst Premis fyrir að gera þessa heimasíðu fyrir mig svo fólk geti fylgst með ferðinni.
Áætluð brottför er um 12-13 maí en þá ætla ég að vera tilbúin, búin að pakka og gera allt klárt og leggja af stað um leið og veður leyfir.

I was paddling with Guðni Páll around the New Year 2017-18 and I got the chance to ask him about his round tour, how it went and how expensive the whole tour was. I remember clearly how I wished I could circumnavigate Iceland but I though I’d never be able to do it, I wouldn’t have what it takes and besides, I wouldn’t afford it so I just stopped dreaming. In May, the idea hit me again and I started wondering how I cold let the dream come true. I was convinced that I could do it, but I needed to provide all the equipment for the trip. At first I thought that nobody would support me but I still decided to try to contact Cintamani and told them about me and my idea to circumnavigate Iceland and raise funds for organisation Pieta. Much to my surprise they said yes. That’s when the ball began to roll. Today I´ve got all the best equipment on the market for my journey thanks to Cintamani, Fjallakofinn, Garminbúðin, Vélasalan, Epli, Rockpool Kayaks, Kokatat, Lendal and at last Premis for making this website for me so people can follow me on my journey

Estimated departure is around 12-13 May, depending on the weather, but I need to be all packed and ready as soon as the weather allows.