Category

Blogg

Dagur 20-25 / Day 20-25

By | Blogg | No Comments

English will follow up shortly

 

Ekki er ég búin að fara langt síðustu dagana, tók sunnudag og mánudag í frí eftir frekar langa törn þar sem allt gekk eins og í sögu. Annað en hægt er að segja um síðustu daga. Á þriðjudag og miðvikudag var ég veðurteppt þar sem það var mjög stíf norðanátt en hún ekki hagstæð til að róa frá Reykjavík til Keflavíkur. Engu að síður þá var bara mjög gott að fá aðeins lengri pásu því heilsan var ekkert alltof góð en ég var komin með smá hita og í hálsinn.
Á fimmtudaginn var ég orðin góð og ákvað að leggja í hann aftur þó svo að það væri en stíf norðanátt enda orðin óþreyjufull að halda áfram eftir 4 daga stopp.
Gunnar Svanberg hafði samband við mig og vildi róa með mér einn dag sem æðislegt því ekki er verra að vera með félagsskap ef veðrið er ekki upp á sitt besta.
Við lögðum í hann rétt um 11 frá Gróttu og var stefnan tekin eins vestanlega á Vatnsleysuströndina og við treystum okkur til.
Til að byrja með gekk allt vel og vorum við með gott lens og man ég ekki eftir að hafa náð eins miklum hraða og þarna en við vorum að stefna á fjallið Keili og vorum með ölduna og vindinn beint í bakið.
Eftir klukkutíma siglingu þá snéri vindurinn sér aðeins og við gátum stefnt aðeins vestar. Þegar við vorum rúmlega hálfnuð voru öldurnar orðnar ansi stórar og við giskuðum á að stærstu öldurnar hafi verið um og yfir tveir metra.
Var lensið farið að minnka allverulega og við þurftum að eyða mikilli orku í að halda stefnu því aldan kom skáhallt aftan að okkur og voru nokkra sem brotnuðu yfir bátinn hjá mér og þá fann ég vel fyrir þunga vatnsins á lærunum þegar svunta (sem lokar mannopinu) þrýstist niður á mann.
Eftir tæplega 3 tíma róður komum við að landi á Stóru Vatnsleysu og var sú ákvörðun tekinn að halda ekki lengra.
Við fengum okkur bara að borða og spjölluðum við Gumma frænda sem kom í heimsókn til okkar. Síðan kíktum við í heimsókn á bæinn rétt hjá en þar búa eldri hjón, maðurinn íslenskur en kona norsk og fékk ég að spreyta mig á norskunni og komst að því að ég er ekki alveg búin að gleyma henni.
Þegar að Gunnar og Gummi voru farnir skoðaði ég veðurspá og samkvæmt henni átti að lægja rétt eftir miðnætti þannig að ég dreif í því að koma upp tjaldi og fá mér að borða.
Það gekk hálf illa að sofna en það hafðist að lokum en ég vaknaði um hálf þrjú og var ekki alveg til í að koma mér á stað og ákvað að kúra aðeins lengur, tók upp símann og kíkti aðeins á Facebook. Þar sá ég að það eru margir farnir í frí og farnir erlendis og þá kom sú hugsun upp hjá mér hvað ég væri eiginlega að pæla, húkandi í tjaldi illa sofin og á leið út á sjó um miðja nóttu til að geta komist aðeins lengra en ég hafði gert deginum áður. En um leið og ég lagði símann frá mér og byrjaði að klæða mig voru þær hugsanir á bak og burt.
Ég var komin á sjó rétt fyrir fimm og leit allt vel út til að byrja með og gekk ferðin vel en eftir rúmlega hálf tíma siglingu þegar ég var komin út úr víkinni þá tóku stærri öldur á móti mér og ég fór að hugsa um hvort ég ætti að snú við. Ég var samt eiginlega ekki alveg til í það því fjaran var frekar erfið þar sem ég hafði verið, stórgrýtt og brött með mikið af sleipum þara og hafði ég þurft að tæma bátinn alveg til að geta tekið hann upp fyrir flæðamálið. Ég var ekki alveg tilbúin í það aftur þannig að ég ákvað að kíla á þetta og koma mér inn í Voga. Þangað var ég komin þangað eftir rétt rúmlega 2 tíma róður með hliðaröldu mest allan tímann.
Veðrið á að ganga niður í nótt eða fyrramáli og vonast ég til að komast fyrir Garðskagann þá en þangað til ætla ég að hafa það gott hérna í Vogunum. Ég var svo heppin í gær að Gunnar lánaði mér lítinn hátalara þannig ég hef það virkilega kósý í tjaldinu hlustandi á uppáhalds tónlistina mína á Spotify og sötra á Coke og nammi

Dagur 15 til 19. / Day 15 to 19.

By | Blogg | 4 Comments

English below

Eftir að hafa verið veðurteppt á Arnarstapa í tæp tvo daga lagði ég í hann aftur seinnipartinn á miðvikudag, það átti að lægja þegar líða tók á daginn sem hann gerði svo.
Það vildi svo vel til að hann Örlygur sem hafi verið að róa með mér fyrstu vikuna var staddur á Arnarstapa en hann er einnig leiðsögumaður og fer með ferðamenn á Snæfellsjökul en hann lánaði mér bílinn sinn um daginn og kíkti ég í smá bíltúr, fór og skoðaði Rauðarfeldsgjá ásmat því að fara á búðir til að skoða aðstæður þar með tilliti til lendingar og tjalsvæðis því stór hluti af þessu svæði tilheyrir þjóðgarði og má ekki tjalda hvar sem er.
Rétt rúmlega sex leytið um kvöldið eftir að allt var orðið klárt  en Örlygur hafði hjálpað mér að koma dótinu niður á bryggju og gera klárt fyrir brottför lagði ég í hann og stefndi beint á Búðir.
Það var smá gola þá og öldurnar ekki alveg dottnar niður en eftir ca hálftíma róður var komið logn og fínt í sjóinn.
Eftir ca tveggja tíma róður kom ég að hótel Búðum, fékk mér að borða samlokur sem ég fékk á hótelinu og heyrði aðeins í Guðna Páli en hann var á leiðinni til mín seinna um kvöldið.
Ég ákvað að róa aðeins lengra eða ca 10km því ég hafði nægan tíma áður en hann kæmi. En eftir ca 1km byrjaði hann að bæta í vindinn aftur og varð mjög fljótlega ferkar hvasst, vindur stóð af landi og gerði það að verkum að ferðin gekk hægt þannig að ég ákvað að koma mér í land sem fyrst og fór ég að skoða kort því nú þurfti ég finna góðan stað til að tjalda en einnig þar sem hægt væri að koma keyrandi að svo Guðni kæmist með bátinn og dótið sitt.

Eftir að hafa borðað morgunmat með Guðna daginn eftir var ákveðið að halda í hann og róa inn Snæfellsnesið en ströndinn einkennist mest af hvítum sandfjörum með skerjum hér og þar. Eftir ca klukkutíma róður var ákveðið að taka nestispásu enda bæði orðin svöng eftir að hafa pakkað niður og gengið frá öllu í bátana eftir morgunmatinn.
Við höfðum verið með vindinn nánast beint í bakið og fallið með okkur og gekk ferðin vel og eftir tæplega 20km ákváðum við að þvera Hafffjörðin því ef við færum innar með Snæfellsnesinu fengjum við vindinn á hlið í stað þess að vera með hann á skáhalt í bakið. Tókum við þá stefnuna beint á Akra en það var um 27km löng leið og gekk ferðin mjög vel fyrstu 17km, fórum hratt yfir því við vorum með ölduna, strauminn og vindinn með okkur en þegar við áttum ca 10km eftir fór hann að snúa sér og vorum við komin með vindinn í fangið og fór allt að ganga mun hægar, fórum að pæla í hvort við ættum að fara í eina eyju sem var mun vestar en Akrar til að sleppa við að róa á móti vindi en komust að þeirri niðurstöðu að það yrði betra að puða aðeins meira og komast upp að landi því það var búið að spá austan átt daginn eftir og þá yrði betra að róa með landi en að vera úti í einhverri eyju. Eftir langan 6km róður náðum við loksins landi og mikið var gott að standa upp og teygja úr sér, tala nú ekki um að pissa enda búin að halda í mér ca 4 tíma. Tókum stutta pásu og héldum svo áfram í átt að Ökrum þar sem við tjölduðum. Guðni fór strax í að týna eldivið og var kveiktur smá varðeldur sem hann svo steikti hamborgar á sem var góð tilbreytting frá þurrmat sem ég hafði verið að borða síðustu daga í ferðinni. Örlygur kíkti í smá heimsókn til okkar en hann var á leið í bæinn. Aftur áttum við góða kvöldstund saman.

Eftir að hafa borðað morgunmat og gengið frá daginn eftir var svo lagt í hann aftur og stefnan tekinn á Akranes. En að róa í Mýrarnar frá Örkrum alla leið að Borgarfirði var í einu orði sagt æðislegt. Margar eyjar sem eru grasi vaxnar með gylltum sandfjörum og grunnt allstaðar á þessu svæði og kom það einu sinni fyrir að við þurftum að standa upp og draga bátana nokkra metra því það var ekki búið að falla nægilega mikið að en þá voru þeir dregnir uppá næsta sker og tekin smá nestispása. Þetta er þannig staður að maður er ekkert að flýta sér, mikið stoppað til að njóta útsýnisins og hefði ég alveg viljað taka einn auka dag þarna. Mér leið eins og ég væri stödd einhversstaðar annar staðar enn á Íslandi þarna.
En svo kom að því að við þurftum að fara að þvera Borgafjörðin en þá hafði hann snúið sér og var farin að blása úr suð-vestri eða nánast beint inn Borgarfjörin sem var ekki gott því það var að falla út, þegar vindurinn og straumurinn mæta hvort öðru þá getur sjórinn orðið mjög úfinn sem hann reyndist svo vera en þrátt fyrir það gekk ágætlega að þvera fjörðinn, við ákváðum að stefna aðeins inná við og gera ráð fyrir því að straumurinn bæri okkur útá við sem hann svo gerði og komum við í land rúmlega 2km vestar en við stefndum á upphaflega. Tókum smá pásu og vorum að velta fyrir okkur hvort við ættum að reyna að finna okkur tjadsvæði fljótlega eða harka af okkur og fara alla leið á Akranes en það voru ca 10km eftir en svo þegar við lögðum í hann aftur þá ákváðum við bara að drífa okkur á skagann því hann hafði lægt aðeins.
Lentum í fjörunni undir tjaldsvæðinu um níu leytið, byrjuðm á að drösla bátunum uppá land og ræða við tjaldvörðinn um hvar við mættum tjalda því við voru ekki alveg við tjaldsvæðið, þetta endaði svo með því að við tjölduðum inná milli hjólahýsa, fengum okkar að borða á sjoppunni hinum megin við götuna og vorum við eins og hungraðir úlfar þegar við tróðum matnum ofan í okkur enda langur og erfiður dagur að baki. En hér eftir ætla ég að reyna að forðast tjaldsvæði eins og heitan eldinn, ekki það ég hafi eitthvað útá tjaldsvæðið á Akranesi að setja heldur eftir svona langa og erfiða daga þá vill maður komast í ró og næði til að geta hvílt sig en það er alltaf ákveðið ónæði á svona stöðum en mikið var gott að komast í sturtu.
Um níu leytið morguninn eftir kom svo hann Eymundur kayakræðari sem ætlaði að róa með okkur frá Akranesi til Gróttu. Þannig að við vorum þrjú sem lögðum í hann um tíu leytið og tókum stefnun á Hallgrímskirkju til að byrja með, gerðum ráð fyrir því að straumurinn mundi bera okkur aðeins útá við því það var að falla út. Þegar við áttum svo ca 9km eftir var stefnan tekin á Gróttu og komum við á áfangastað um tvöleytið. Það var frekar sérstök en jafnframt góð tilfinning að róa inn víkina hjá Gróttu og sjá allt fólkið sem var komið þangað til að taka á móti mér og yljaði það mér um hjartaræturna.

Nú er ég stödd á Seltjarnarnesi og var búin að ákveða að taka tveggja daga pásu. Svona til gamans þá er ég búin að róa 530km frá því að ég lagði af stað frá Ísafirði og er það búið að taka mig um 93 klukkutíma. Eins er ég búin að vera með sól síðustu 12 daga og hef verið að nota vörn nr 50 alla daga og er byrjuð að flagna í andlitinu og það verður kærkomið að taka smá pásu en ég ætla að vera með fyrirlestur á Akranesi annað kvöld og ætla ég að nota tímann í að þvo allann búnað, fatnað og gera klárt fyrir þriðjudaginn en eins og veðurspáin er í dag þá er ekki útlit fyrir að ég komist af stað fyrr en á mivikudaginn, jafnvel fimmtudaginn.

 

Read More

Annar hluti af legg þrjú / Second part of third phase

By | Blogg | 4 Comments

English below

28 maí

Þegar líða tók á sunnudaginn var byrjað að lægja aðeins og ákvað ég að pakka saman og stefna á Ólafsvík til að bæta á matarbirgðir. Eftir að hafa stoppað þar í smástund lá leið mín til Hellissands.
Á leið minni þanngað hafði ég góðan tíma til að hugsa eins alltaf þegar ég er á sjó og fór að hugsa um veðrið og veðurspána og fór að láta mig dreyma um að komast fyrir Svörtuloft um nóttina. Þegar ég var svo komin á Hellissand um kvöldmatar leytið hringdi ég í Guðna Pál og ráðfærði mig við hann en einnig heyrði ég í Sævari Helga líka og vorum við öll sammála um að nú væri sennilega eini veðurglugginn til að fara fyrir Svörtuloft næstu dagana.
Þannig að ég hringdi samstundis í Óskar Pál og lét hann vita um áform mín því ég vissi að hann vildi mynda þegar ég færi þessa leið en hann hafði verið hjá mér fyrr um daginn en þurfti að fara suður til að skila hjólhýsi (minnk) sem hann hafði verið með í láni og var hann kominn aftur um ellefu leytið. Ég nýti tímann í að fá mér að borða, klæddi mig vel og lagði mig aðeins í melgresi við fjöruborðið, fannst ekki taka því að taka upp tjaldið fyrir 2-3 tíma.
Um ellefu leytið lagði ég í hann og réri í átt að Öndverðanesi og dáðist að kvöldsólinni setjast í hafið við Látrabjarg þar sem hafði verið nokkrum dögum áður. Ég stoppaði í Skarðsvík til að létta á mér og fá mér aðeins meira að borða því næsta stopp var ekki fyrr en eftir ca 4 til 5 tíma sem yrði í Dritvík og var ég komin þangað rétt rúmlega fjögur um nóttina.
Að róa fyrir Svörtuloft var mögnuð upplifun en hefði ég viljað hafa betra skyggni en það var byrjað að rökkva aðeins þó svo að það sé ekki myrkur lengur á nóttinni en samt gat maður séð bjargið ágætlega sem var drungalegt og það fór alveg smá hrollur um mig þegar ég horði í bjargið, hlustaði á þungar drunurnar þegar hafaldan skall í bjarginu og kastaðist nokkra metra upp í loftið og hugsaði til þess að ég væri ein að þvælast hérna um miðja nóttu.
Stoppið var frekar stutt í Dritvík, bara rétt til að teygja úr sér, næra sig og rölta aðeins upp að neyðarskýlinu en þegar ég kom til baka var rebbi að sniglast í kringum bátinn þar sem ég var nýbúin að borða harðfisk og verið fljótur að renna á lyktina.
Þegar ég lagði svo í hann aftur þá þurfti ég að róa hátt í 1km frá landi því þær voru stórar og þungar haföldurnar sem vöru að koma inn og brotna á skerjum fyrir utan.
Næstu fjórir tímar voru lengi að líða enda þreytan farin að segja til sín, sólin að gjæast upp fyrir jökulinn og smá andvar í bakið gerði það að verkum að mér varð ofboðslega heitt og var satt að segja búin að fá nóg af sólinni enda búið að vera sól hjá mér í sjö daga, var farin að syngja ský ský skín á mig, sól sól í burt með þig.
En ég kom að Arnarstapa um hálf níu eftir rúmlega 9 tíma róður, búin að vaka í næstum sólahring fyrir utan eina hálf tíma kríu sem hafði náð kvöldinu áður.
Dröslaði bátnum á land og gekk frá öllu og fór að spyrjast fyrir um hvað ég gæti tjaldað þegar ég hitti einn bóndi sem var niðrá bryggju var svo almennilegur að bjóða mér að tjalda á túninu hans rétt fyrir ofan höfnina.
Ég sem var búin að hlakka mikið til að komast í tjaldið og leggja mig varð ekki að ósk minni því þegar ég loksins lagðist niður þá gat ég ekki sofnað vegna hita, ég lá orðin hálf nakin í svitakófi í fortjaldinu að reyna að sofna en gat það ekki. Endaði á því að ég fór á fætur, skellti mér í sturtu og fékk mér að borða. Seinna um daginn fékk ég svo símtal frá Ólöfu hjá Píeta sem færði mér góðar fréttir en þær voru að ég ætti herbergi hjá hótel Arnastapa og fæ að vera þar í tvær nætur eða þangað til á morgun en þá á veðrið að gang aðeins niður og ég ætti að geta haldið áfram för minni í átt að Akranesi þar sem ég ætla að halda næsta fyrirlestur.
En þangað til ætla ég njóta mín hérna á Arnarstapa og vil ég þakka öllum þeim sem hafa boðið mér aðstoð hér, hótel Arnastapa fyrir gistungu, fiskmarkaðinum fyrir að geyma fyrir matinn (harðfiskinn) í kæli og smiðinum sem ég man ekki hvað heitir fyrir að skutlast með niðrá bryggju til að ferja dótið mitt uppá herbergi.

 

Winds were clamer Sunday so I decided to pack and paddle towards Olafsvik town, where I could stock up on supplies. After a short brake there I continued to Hellissandur.  As I paddled onwards, as always is the case on the water, my mind was occupied, this time with the forecast. I started to raise my hopes for passing Svortuloft the following night. When I took out at Hellissandur around dinner time, I had a phone conference with Guðni Páll and Sævar. An unamimous decision: Use the window and go for it. So I called Oskar Pall right away, because I knew he would want to shoot my route. I used the time to put some energy in the system, geared up and then took a nap in the lime grass by the shore, didn´t bother to strike tent for 2-3 hours.
Around 11 PM I put in and paddled towards headland Ondverðarnes and admired the sunset by Latrabjarg, where I had been only few days earlier. I took out in cove Skarðsvik to relive myself and had my last snack for the next 4-5 hours. Next stop would be cove Dritvík, where I took out at 4 AM.

 

Passing Svortuloft was just magnificent paddling experience, even though I´d have been thankful for better visibility, but it was getting a bit darker. To speak of real darkness at this time of year in Iceland is absurd, but describing conditions as shady and a bit eery is fair. A solo paddler will feel the chill down the spine watching the black cliff – and does not escape the chilling effects from thundering sounds from swells hitting the rocky coast with tremendous force. I couldn’t avoid thinking to myself what the devil I was doing here on my own, in the middle of the night. I had a short brake at Dritvik, just for a quick stretch and snack. Also inspected the emergency cabin. When I retunrend  to my kayak, an arctic fox was sneaking around, naturally the smell of my left overs from dryed fish had attracted this hairy opportunutist. When I put in again, it came clear to me that a safe distance of 1 km off shore was needed due to heavy swells and rumbles around rockawashes allover. The clock ticked almost painfully slow for the next four hours, sun was rising above the Snefellsjokull glacier, I was getting a bit done in, and finally, gentle following winds made me very warm. Honestly i´d almost had it with the sun, this was a sunny day no. seven. I had this children´s tune going around and around in my head, lyrics embracing the sun originally – but my version was rain-embracing.

But finally I took out in village Arnarstapi, after 9 hrs of paddling, 24 hrs without any sleep, apart from 90 minutes nap the evening before. Buisness as usual; manhandling the boat on shore and checking with the locals, where I could make camp. I met a farmer by the dock, he said I ´d be welcome to use his field, close by.

As much as I had anticipated to get in my tent after this long haul, I was dissapointed in a way because of the sweltering heat that deprived me of proper rest. There I was lying, halfnaked, sweating bullets in the front section of my tent, trying to get some sleep, with no luck. Finally I just got up, took a shower and had a bite. Later that day Olof with Pieta org. rang me up and delivered some great news; She had arranged a room for me at Arnarstapi Hotel for two nights. By the end of stay, met-office was promising fair winds so I could continue towards town Akranes for my next open talk. Until then, I´m gonna enjoy the stay, and a big thanks to everybody who helped me in various ways, with hotel room, assistance, the fish market for storage of my dryed fish in a cool place, not to mention the carpenter (who´s name I forgot), for picking my gear up and deliver it to my room.

Fyrsti hluti af legg þrjú / First part of third phase

By | Blogg | 2 Comments

English below

24 maí

Eftir rúmalega sólahrings hvíld á Stykkishólmi lagði ég af stað aftur í morgun rétt rúmlega ellefu og var stefnan tekin á Ólafsvík eða rétt tæplega 50km langur leggur. En það sem gerði þennan dag frábrugðinn hinum dögunum sem ég hef verið að róa er að nú var ég orðin ein og verð það fram á annað kvöld en þá reikna ég með að Óskar Páll komi aftur til að filma en þá ætti ég að vera komin á Hellisand ef allt gengur upp. En frá Hellisandi og alla leið Búðum eru margir fallegir staðir og má þar nefna Svörtuloft, Dritvík, Hellna, Arnastapa og fleiri staði sem gaman verður að mynda.

En dagurinn var mjög góður að öllu leyti nema einu, stýrispedalinn vinstra megin í bátnum hafði losnað aðeins og gerði það að verkum að ég þurfti að teygja fótinn mikið fram til að beygja til vinstri sem ég þurfti að gera mikið af vegna þess að aldan koma á skáhalt aftan á mig frá hægri hlið og var alltaf að snúa bátnum. En þrátt fyrir þetta gekk vel að róa og hef ég ekki náð eins miklum hraða í ferðinni eins nú enda með strauminn, vindinn og ölduna í bakið. Margt fallegt að sjá í dag og það sem stendur kannski hvað hæst er Melrakkaey með Kirkjufell í bakgrunn en það er mikið fuglalíf í eyjunni og hef ég sjaldan séð eins mikið af skarf eins og þar. Ég var ekki komin langt frá eyjunni þegar ég sá trillu rétt hjá og ákvað að kíkja aðeins í smá spjall. Voru þar tveir menn með tvo þýska ferðamenn á handfærum og var bæði fróðlegt og gaman að spjalla við þá. Ég fór að spyrjast fyrir um eyjuna og sagði annar mér að hún væri friðuð sem ég reyndar vissi en sagði svo að það mætti enginn fara í hana nema presturinn og almættið og hló svo.

En eftir ca 37 km langan róður ákvað ég að fara í land og láta staðar numið, fann fallegan stað til að tjalda á gaf mér tíma í að tæma bátinn og til að geta borið hann uppá grasflötina og gert við hann og notað svo tækifærið að þreif hann aðeins, var búin að fá töluvert af sandi og grasi í lestina.
Flottur dagur að baki og naut ég þess að borða kvöldmatinn liggjandi í grasinu og horfa á sólina setjast.

25 maí

Vaknaði enn einn daginn í sól og blíðu og var full heitt í tjaldinu þegar ég loks skreið á fætur. Það tók alveg sinn tíma að pakka, borða, bera bátinn niðrí fjöru sem var frekar grýtt. En ég náði loks að ýta úr vör um 12 leytið og fékk ég nokkur brot yfir mig á leiðinni út sem gerði það að verkum að mann opið á bátnum hálf fylltist af sjó og þurfti ég að lensa úr honum þegar ég var komin aðeins út fyrir. Í grýtri fjöru getur maður ekki sest í hann og ýtt sér á stað heldur þarf maður að setja hann á flott, hoppa um borð og róa eins hratt og maður getur til að reyna að sleppa við að fá brottinn yfir sig því þau geta verið kröftug og hent manni uppí fjöru aftur.
En plan dagsins var að reyna að reyna að komast út fyrir Hellissand eða lang leiðina að Öndverðanesi en gekk ekki betur en svo að ég náði ekki að róa meira en 11km en það var margt sem spilaði þar inní. Í fyrsta lagi losnaði stýrispedalinn aftur en ég hafði greinilega ekki náð að herða hann nægilega vel enda ekki með réttu verkfærin til þess en svo var farið að bæta aðeins í vindinn og var ölduhæðin orðin ansi há eða um einn og hálfur metri giska ég á, allavega var hún það mikill að þegar ég var að róa í átt að Ólafsvík og var farin að sjá vel í jökulin að þá hvarf hann þegar ég var í öldu dölunum.
En mikið er Vallabjargið fallegt, vogskörið stuðlabjarg með nokkrum hellisskútum og mikið af ritu. Það var ekki sýðra að róa þessu stuttu leið en Látrabjarg þó svo að það sé mun tignarlegra en þessir tveir staðir standa upp úr hjá mér á þeirri leið sem ég er búin að róa í þessari ferð.
En svo var ég líka orðin lúin og þreytt og hef ég sennilega ekki verið nógu dugleg að borða síðustu dagana en maður er víst að brenna sex þúsund kaloríum ef ekki meira á svona dögum og getur verið erfitt að innbyrða svo mikinn mat.

Eftir að hafa rætt við Guðna Pál og Vilborgu Örnu þá er ég búin að senda smá innkaupalista á Óskar Pál sem er nú á leiðinni til mín þannig að nú á að bæta í átið, eins er hann að koma með steinefni handa mér til að fyrirbyggja að ég þorni upp og réttu verkfærin svo ég geti lagað bátinn í eitt skipti fyrir öll. Ég verð samt að viðurkenna að þó að sólinn sé yndisleg þá er ég að verða búin að fá nóg af henni, fimmti dagurinn í röð sem sól og heiðskírt er, ég með vörn nr 50 í andlitinu en samt orðin frekar dökk í framan þannig að ég leita alltaf í skugga þegar ég kem í land

Þannig að plan morgundagsins er að reyna að komast út að Öndverðanesi og kannski eitthvað aðeins lengra því eftir það taka Svörtuloft við og er víst betra að vera ekki of þreytt þegar maður fer fyrir þau en sá dagur verður líklegast frekar langur.

En þar sem ég kom snemma í land þá hef ég notað daginn í að endurpakka öllu hjá mér og skera eins mikið niður og ég get því það fer mikil orka í að pakka í og úr bátnum bæði morgns og kvölds og tala nú ekki um að bera allt dótð upp að tjaldsvæði og tókst mér að minnka farangurinn tölulvert og verðu því komið á Óskar Pál á eftir.

26. maí

Það er búið að bæta allverulega í vindinn og er ég að bíða eftir að hann lægi aðeins en hann á að gera það þegar líða tekur á daginn. En það er ekki gott veður útlit fyrir næstu daga þannig að ég má búast við að verða veðurteppt í einn eða fleiri daga en ætla að reyna að komast aðeins út fyrir Hellissand seinna í dag og bíða þar færis á að komast fyrir Svörtuloft en meira um það seinna.

 

May 24th
I put in this morning at 11 AM after 24 hrs rest in Stykkisholmur, with the course set for Olafsvik, solid 50 km haul. A bit different day on the the water, since now I paddle on my own, but I reckon Oskar Pall filmmaker will show up tomorrow night and continue filming. By that time I should be in Hellissandur. From Hellissandur to Búðir you´ll find lots of nice spots, such as Svortuloft, Dritvík, Hellna, Arnarstapa and more. Great spots for filming indeed.
 But I had a splendid ride today, despite one setback; rudder pedal came loose causing me some difficulties turning on back board, maybe not the best day to deal with that, due to conditions; following seas on a 45 degree angle from right. Anyhow, I made good progress, PB speedwise so far, thanks to following seas and winds. Lots of awesome sites to see, maybe the best one island Melrakkaey, decorated with mount Kirkjufell in the background. Birdlife in Melrakkaey is exceptionally rich; never have I before seen as many cormorants as I saw there. As a passed the island and left it behind me, I noticed a fishing boat nearby and opted for a chat with the crew for fun. Fishermen told me the island was preserved, which I already knew, but according to their following statement, noone is supposed to take in on the island except the local vicar and the holy Father. Then they laughed outloud.
Finally I called it a day after 37 km of paddling, made camp on a nice space and took some time to empty the kayak in order to be able to carry it to the green for some repairs and cleanup.  What a splendid day this was, I really enjoyed having my dinner, lying in the grass, watching the sunset.
May 25th
As so many times before the hot sun greeted me as I opened my eyes. A bit to warm inside my tent as I was getting ready for my morning routine. Breakfast, packing, carry boat on shore; all this is time-consuming. The put in-spot was a rocky beach but I finally managed to launch and I was on the water around 12 o´clock. The cockpit was half-filled with water when I had left a few braking waves behind me, causing me to take care of things with my bilge pump. This is unescapable when one puts in from a rocky beach since the only option is to get the boat on the water, jump in, and punch through braking waves. Otherwise you might be pushed back on shore.
Todays goal was to leave Hellissandur behind me, but I ended up with only 11 km coverage. Blame that on combination of unfavorable weather condition, sea state and finally boat condition. The darn rudder-pedal came loose again, it came clear to me that my repairs had not been satisfactory. NTS: Better tools are obviously required here. In addition to that, wind was picking up, resulting in 5 ft waves – leaving me in deep troghs with zero visibility. One starts to rethink when a whopping 4500 ft glacier, Snæfellsjökull, is blocked from your view.
But what a spectacular cliff, Vallarbjarg is,  jagged columnar basalt with a few sea caves and home to the kittiwake. Paddling the short distance under the Vallarbjarg is no less experience than doing the Látrabjarg, even though the latter one is more gracefull. But all in all those two places stand out so far. Finally, I can blame one more reason for my limited progress on this day on the water; fatigue, and I also have the feeling I´m not consuming quite as many calories as I should do. Minimum of six thousand kcal are standard. It takes some effort to eat so much. I gave Oskar Pall a shopping list after consulting with Guðni Páll, and Seven Summits mountaineer, Vilborg Arna. So I´m planning to get more energy in the system from this day forward, and eat some minerals to prevent dehydration. Also I´m getting better tools for repairs.
So now the sun has been shining five days in a row, but even though it is a blessing, I confess I´ve almost had it with sun. I apply sunblock with 50+ SPF daily, but still I get tan. I tend to seek the shades every time I take out.
Tomorrows plan is to reach headland Öndverðarnes, at least, because rocky coast Svörtuloft will then follow. Better not be tired while passing that place; expecting a long day on the water.
But since I took out early today, I used the extra time to repack and get rid of unnecessary equipment. Laboring it can be to pack twice a day, not to mention the effort to carry all your gear to camp.

 

May 26th
Wind picking up contiously. The forecast is promissing better conditions in the afternoon, let´s see what happens. But following days not to attractive. I might be wind bound for a day or two but gonna try to reach Hellissandur at least, today.

 

 

 

Öðrum áfanga lokið, Patreksfjörður – Stykkishólmur. / Second phase completed

By | Blogg | One Comment

English below

 

Ég kom til Stykkishólms um miðjan dag í gær og ætla að taka einn hvíldardag í dag. Ég verð að viðurkenna að ég er orðin pínu lúin og með aumar hendur þar sem ég hef fengið fimm blöðrur á hendurnar og tvær af þeim eru orðnar að sárum og erfitt að kreppa fingurna fyrst á morgnana. En það beið mín hótelherbergi þegar ég kom hingað, ég byrjaði reyndar á að fara í sund og pottana og fá mér að borða en svo hélt ég fyrirlestur í grunnskólanum hér á Stykkishólmi sem gekk mjög vel þó svo að það hafi ekki verið margir sem mættu. En mikið var svo gott að fá herbergi þar sem ég get þurrkað dótið og hlaðið allan rafbúnað og tala nú ekki um að fá að sofa í góðu rúmi og vil ég þakka þeim hjá Fransiskus fyrir að taka á móti mér.

Mér tókst að gera við þurrgallann minn og hef verið þurr í fæturna sem er mjög gott.
Róðurinn frá Hænuvík yfir í Látravík gekk mjög vel, var reyndar ekki nema um 25 km og var léttur og skemmtilegur róður, stilltur sjór og hæglætis veður en það var smá hafalda og fundum við aðeins fyrir henni þegar við fórum fyrir Bjarnarhnúpinn rétt áður en við komum í Látravíkina en þar var frekar straumþungt og þegar hafaldan skellur á klettaveggjum og kastast til baka þá verður þetta að einskonar suðupotti, öldurnar koma úr öllum áttum og gerði þetta að skemmtilegum en krefjandi róðri. Það sem eftir var dags fór í að koma sér fyrir, næra sig og spá i veður og strauma því Látrabjarg var plan morgundagsins en þar skiptir miklu máli að fara á réttu falli því straumþunginn getur verið mikill þar.

Eftir að hafa talað við Guðna Pál sem réri hringinn 2013 og þekkir vel hvað ég er búin að koma mér útí þá var ákveðið að við skyldum leggja í hann um kl 12 á hádeigi, rétt fyrir fallaskipti.
Fyrstu 2 km vorum við með strauminn með okkur og náðum miklum skriði að Látraröstinni en hún var ekki eins slæm og ég bjóst við gekk mjög vel að fara fyrir Bjargtanga en það sem kom á eftir henni er varla hægt að lýsa með orðum. Ég hef komið á Látrabjarg nokkrum sinnum og alltaf fundist það tilkomumikið en að sjá það frá sjó og tala nú ekki um að vera á litlum kayak rétt undir bjarginu er mögnuð upplifun. Það var smá þokumistur efst í bjarginu sem gerði upplifunina ennþá dramatískari. Ég hef aldrei séð annað eins af fuglum og gargið í þeim glumdi alla þessa 20 km. Við hittum 2 hópa af sigmönnum sem voru í eggjatínslu og fylgdumst með örðum þeirra slaka eggjakörfum frá bjarginu niður í slöngubáta sem þeir voru á. Þar sem sjór var stilltur tókst mér að fara í land á einum stað og létta á mér en þegar ég leit uppí bjargið sjá ég bjargbrúnina gnæfa yfir mér, þá hugsaði ég með mér að ég skyldi ekki stoppa lengi þarna ef eitthvað skyldi hrynja úr bjarginu. Ég stoppaði alloft til að virða bjargið og fuglalífið fyrir mér og kom það nokkrum sinnum fyrir að ég fékk gæsahúð, þetta var svo tilkomumikið, en á sama tíma drungalegt og maður fann alveg fyrir smæð sinni. Þegar við höfðum róið bæði Látra- og Keflavíkubjarg, sem var ekki síðra, þá stoppuðum við í Keflavík, fengum okkur að borða, kíktum í neyðarskýlið og kvittuðum í gestabókina.
Fljótlega eftir það tók við Rauðasandur, rúmlega 10 km löng sandfjara en við rérum hana á enda og fórum í land rétt hjá Melanesi og gistum þar eina nótt og er einn af mínum uppáhaldsstöðum á landinu.

Daginn eftir var ákveðið að róa eins langt og við gætum inn á Barðaströnd en þann dag var tvísýnt með veður, en við ákvöðum að láta slag standa og sjá hvað við kæmust langt og var ég undir það búin að þurfa að snúa við. Það var stíf austanátt og fundum við vel fyrir henni þegar við komum út fyrir Skor, en engu að síður tókst okkur að að róa um 18 km og enduðum á Siglunesi. Stuttur en frekar erfiður dagur.

Svo á þriðjudaginn var á kveðið að róa til Flateyjar en það var um 40 km löng leið. Við lögðum af stað um tíuleytið um morguninn en eftir um 8 km langan róðu,r ákvað ég að við skyldum fara í land og bíða í um 2 tíma eftir fallaskiptum sem kom svo í ljós að það margborgaði sig því við vorum að róa rúmlega helmingi hraðar eftir það en við höfðum gert fyrr um morguninn.
Svo þegar við áttum um 10 km eftir í Flatey, reif vindur sig upp úr austri og fengum við hann beint í fangið með tilheyrandi streði þessa 10 km.
Þegar við komum í land og fórum að spjalla við eina fólkið sem við sáum í eyjunni, þá endaði spjallið með því að okkur var boðin gisting og vil ég þakka hennu Þóru og fjölskyldu fyrir að taka vel á móti okkur.

Í gær var vaknað um hálf sex því það var langur dagur framundan, ég þurfti að komast til Stykkishólms í tæka tíð því ég átti að halda fyrirlestur klukkan átta um kvöldið og vildi ég vera komin þangað ekki seinna en um fjögurleytið svo ég hefði tíma til að fara aðeins í sund og snyrta mig, borða og slaka aðeins á áður. En þessi dagur endaði í 38 km þar sem við rérum nánast beint í suður í austan hliðarvindi og strauminn líka til að byrja með. Þegar við vorum hálfnuð, þá lægði og datt í blankalogn og sól sem var nánast full mikið af því góða, því manni verður svo heitt að róa í þannig veðri sem gerir það að verkum að maður nennir varla að róa og fer róa hægar en ella. En það varði þó ekki lengi og fengum við stífan austanvind á ný – en það hefði alveg mátt vera millivegur á þessu.
En á þessum tveim síðustu dögum höfum við verið langt frá landi og hafa komið kaflar þar sem eru meir en 10 km í næsta sker. Þá er lítið annað að gera en að horfa á staðsetningartækið og horfa á kílómetra mælinn telja niður í næsta stopp. Maður rær ekki hratt og þegar langt er í næstu landtöku, þá gerist voða lítið á einum klukkutíma, það er að segja að landið virðist nálgast svoooo hægt.

Þetta hafa verið frábærir dagar og það sem stendur kannski einna hæst upp úr hjá mér eru móttökurnar sem ég hef fengið allsstaðar sem ég hef komið og það er tvennt sem ég vil segja frá. Annað er að ég var í viðtali í á Rás 2 og Bylgjunni á sl. föstudag og eftir það viðtal fékk ég skilaboð frá einni konu sem sem var að þakka mér fyrir það sem ég er að gera, opna þessa umræðu og safna fyrir Píeta, en hún hafði reynt að taka sitt líf þrívegis, en er komin á góðan stað í dag og þótti mér vænt um að fá þessi skilaboð frá henni.
Hitt er svo að á mánudaginn fékk ég tölvupóst frá Kayakferðum á Stokkseyri þar sem sú hugmynd kom upp að búa til eina kayakferð þar sem fólki gæfist kostur á kaupa sér kayakferð frá Eyrabakka til Stokkseyrar á sama tíma og ég væri að róa þá leið og myndi allur ágóði af þeirri ferð renna til Píeta og er ég djúpt snortin yfir öllum þeim stuðningi sem þetta verkefni mitt hefur fengið.

Í gær lauk þeim kafla sem Örlygur hefur að róa með en hann hefur verið með mér fyrsta degi og hefur það verið virkilega gott að hafa annan vanan kayakræðara með sér til að spá í veður og strauma og hjálpa manni við ákvörðunartökur. Eins var virkilega gott að hafa félagsskap og góðan ferðafélaga.
En ekki nóg með að hann hafi yfirgefið mig í gær heldur þá fór Óskar Páll líka en hann hefur verið að filma alveg frá fyrsta degi hefur verið að taka viðtöl við okkur Örlyg bæði kvölds og morgna og myndað á öllum þeim stöðum sem hann hefur getað, leigði bát til að geta myndað þegar við rérum undir bjargi og svo aftur þegar við komum í Flatey. Verð samt að viðurkenna að þó þetta sé gaman, spennandi og heiður að það sé verið að gera heimildarmynd um mig og ferð mína í kringum landið að þá tekur það alveg á og er ég alveg pínu feigin að fá að vera ein með sjálfri mér næstu dagana

En plan dagsins er slaka á og undirbúa næsta dag en þá stefni ég a Ólafsvík og ef spáin stenst þá ætti ég að vera fljótt þangað í austanáttinni með fallið með mér en svo er planið að koma sér til Akraness þar sem ég mun halda næsta fyrirlestur og mun hann verða auglýstur þegar nær dregur.

 

 

 

I took out in Stykkisholmur town yesterday and a single days rest is on my menu as we speak. Honestly, I´m a bit done in, sore hands decorated with five blisters, two of which that have developed into  nasty cuts, making it painful to clench my fists when I get out of bed. But there was a hotel room waiting for me in town, but first I got in the local swimming pool, and had dinner, and then it was time for my presentation, hosted in towns elementary school. Nice gig that was, even though I wasn´t blessed with a heavy crowd.  But surely was I blessed with a good room where I managed to dry my gear and charge my laptop and phone. To sleep in a nice bed feels like heaven and I want to thank the Fransiskus for the treat.
So I completed my drysuit repairs resulting dry feet – which is great.
The paddle from cove Hænuvík to Latravík was great but rather short, 25 km, easy and fun, calm seas and nice weather. Some swells though that gave us something to remember as we passed headland Bjarnarnupur. Rest of the day we took for planning ahead, eat and rest. Headland Bjargtangar and giant cliff Latrabjarg was the next episode. This is a paddle ground that requires good timing due to tides and heavy currents.
After a phonecall with Guðni Páll, who did a circumnavigation 2013 and therefore knows what I got myself into, it was decided to put in at noon, 1 hour before LW. The first 2 km on the water we paddled in supportin current and worked up quite a pace to the headline Bjargtangar where a paddler finds him-/herself in a tide-rip. Nevertheless, it wasn´t all that challenging on this day and we scaled the tide-rip with ease. What followed on the other hand was something one finds difficult to describe with words. You see, I´ve been to Latrabjarg cliff a few times and every time it´s a thrill, but from a little kayak, looking up the giant cliff, partially hidden in fog, was overwhelming, mildly speaking. Seabirds of different kinds everywhere you looked and earsplitting noise they produced followed us for the next 20 km as we paddled on. We came across cliffmen, picking eggs and watched them as they lowered their catch in a basket attached to a rope, to their partners waiting down below in Zodiacs for pick up. Because of calm seas I could go on shore to relieve myself, but as I looked up the vertical cliff, I thought to myself It´d make sense to do a short stop. Risk of rockfall is present. I made frequent stops to observe the cliff and the birds as we moved on and it gave me goosebumps, due to its magnificence, but simultaneously it was eerie. You feel so ridiculously small under the cliff, believe me. When cliffs Latra- and Keflavíkubjarg (which is no inferior to Latrabjarg) were behind us, we took out in cove Keflavik for snacks and stretch, had a peek inside the emergency cabin there, left our names in the guestbook inside the cabin and put in again. Last episode lay finally infront of us; beach Rauðasandur, 10 km stretch of golden beech, ending in the fields of farm Melanes, where we made camp. This is one of my favorite spots in Iceland.
Next day, we decided to paddle onwards, even though we had to fight headwinds up to max 29 knots. We had a plan B; simply turn around back to camp. Nevertheless we covered some 18 km and made camp in headland Siglunes. So a short but tough day on the water.
Last Tuesdey we were headed for tiny island Flatey, about 40 km stretch from Siglunes. Put in at 10 AM but took out after 8 km of paddling. It made little sense to fight the tides. So we rested onshore for 2 hours, which turned out to be a good call, since we doubled our speed once we got back on the water. Finally when we had 10 km to cover before we would reach Flatey, the headwinds were back, fight them was taxing as usual. Once we took out we found some nice folks and after a short chat with them, we were offered rooms in their house, including hot shower. Many thanks to Þóra and her family for all their hospitality.
Next day we got up at 5. 30 AM since we had a long haul to Stykkisholmur. My deadline was at 8 PM for my presentation. I planned to take out no later than 4 PM; I needed time to go to the pool, do my makeup, and relax prior to my gig. But in total we paddled 38 km that day, due to our South compass bearing in East crosswinds and current. Halfway there, the weather went totally calm and the sun broke out, maybe to much for my taste; one tends to slow down in hot and stale conditions. But this was a short episode, tough crosswinds were back again – one would appreciate the golden mean once and awhile.
So for the last two days we´ve been paddling long way from the coastline, seeing episodes with more than 10 km to the next single shore. I guess there is not much else to do but to gaze at the plotter and watch the odometer as it chews slowly on the miles. One doesn´t paddle all that fast, and when you have a long haul to make until you take out again, there is hardly anything going on for an hour or so, i.e. the coastline gets on your radar sooo slowly.
But all in all, great days on the water, and most thrilling thing about the hole enterprice, is the hospitality and warm receptions from people. And at this point I need to share two things with you. First, last Friday I was interviewed on channel 2 on National Radio, and Bylgjan radio. Half an hour later I got a PM from a listener, thanking me for my project. This person told me she had history of three suicide attempts, but today she´s got a good life. Her story moved me indeed.
The other ting is that last Monday I received an email from travel agent Kayaktrips Stokkseyri. They came up with an idea to launch a single kayak trip later this summer, when I reach their grounds, donating all profits to Pieta organization.
I am deeply moved by all the support for my project.
Yesterday was Örlygurs, my paddle buddy, last day on the water. He´s been with me since day one. Sharing things with a competent kayaker and good travel companion is just great.  And Óskar Páll, filmmaker, also finished his filming and is no longer present. From the journeys beginning, he´s been busy with the documentary on my circumnavigation, shooting from all possible and impossible angles, taking comments from us paddlers etc.
But I have to admit that despite all the thrill and fun, and honor, regarding the docu, it is energy-draining – so I´m bit relieved moving on all by myself.
Today´s plan is to relax and make plans for tomorrow. I´m heading for town Ólafsvik and if the forecast delivers what it promises I should make a fast run to Olafsvik in following winds. Then I head south to town Akranes for my next presentation.

Fyrsta áfanga lokið, Ísafjörður-Patreksfjörður. / First phase completed

By | Blogg | 4 Comments

English below

Loksins gat ég gefið mér tíma til að setjast niður og skrifa hvernig byrjunin á ferðinni hefur verið. Það var æðislegt að geta byrjað í svona góðu veðri eins og var á þriðjudaginn og ekki skemmdi fyrir allt fólkið sem kom og kvaddi mig þegar ég lagði í hann og verð ég að viðurkenna að ég var virkilega djúpt snortin yfir því. Einnig var það mjög svo sérstök tilfinning sem ég upplifði þegar ég réri af stað, veifaði fólkinu bless og hugsaði til þess að ég kæmi ekki aftur heim fyrr en ég væri búin að róa allan hringinn. Má segja að ég hafi verið með gæsahúð yfir þessu öllu saman.
Það voru tveir heimamenn sem fylgdu mér úr höfn en einnig kom einn að sunnan til að róa með mér fyrstu dagana og er ég virkilega þakklát fyrir það en sá góði drengur heitir Örlygur
En eins og ég sagði þá fengum við æðislegt veður fyrsta daginn og rérum við um 50 km og áttum næturstað á Ingjaldssandi. Á þeim legg stoppuðum við tvistar til að teygja úr okkur og næra okkur aðeins en það var fínt í sjóinn allan tíman nema þegar við fórum fyrir Deildina og Göltinn en var Deildin ívið verri. Hún Betty á Ingjaldssandi tók vel á móti okkur og var virkilega gaman að heimsækja hana og vildi hún allt fyrir okkur gera.

Dagur tvö var einnig virkilega góður þrátt fyrir regn seinni partinn en svo brast á með hellirigningu seinna um kvöldið þegar við rérum við frá Ingjaldssandi í Selárdal í Arnafirði sem kannski hvað þekktastur fyrir Gísla á Uppsölum og Samúel listamann. Fínasta veður og sjólag þennan daginn nema fyrir Barðann – en við því mátti búast.

Svo í gær þá rérum við frá Sélardal yfir í Hænuvík í sunnanverðum Patreksfirði og byrjaði sá dagur vel, vorum með vind og straum með okkur út Arnafjörðinn og fyrir Kópinn og ætluðum við að taka land þegar við værum komin fyrir Kópinn en leist ekkert á það þannig að við ákváðum bara að þvera fjörðinn strax en lentum við fljótlega í brælu, vindur yfir 10 metrar á sekúndu og ölduhæð um einn meter og gekk ferðin hægt en við komust á leiðarenda. Alla þessa daga erum við búin að róa með straum og á móti og hefur ferðahraðinn verið frá 8-9 km á klst niður í rétt rúmlega 2 km.

Það sem stendur kannski hvað hæst upp úr af þessum þremur dögum er hvað við eigum fallegt land og mikið af þessu hef ég séð áður en ekki frá sjó og er það alveg einstök upplifun. Einnig erum við búin að hitta trillukarla í nánast öllum fjörðum og hafa þeir verið mjög hjálpsamir að miðla sinni þekkingu af landi, straumum og veðurspám.

Í kvöld hélt ég svo minn fyrsta fyrirlestur á ferð minni um landið sem gekk bara mjög vel að ég held þó svo að það hafi verið margir sem mættu en ég kenni söngvakeppninni um það. Nú erum við stödd á Grænhóli á Barðaströnd þar sem við fengum lánaðan sumarbústað og erum að plana næstu daga ásamt að þurrka tjald og annan búnað eftir rigninguna síðustu nótt.

Plan fyrir næstu daga er að slaka á í dag og reyna að gera við þurrgallann minn en ég fann á fyrsta degi að hann lak og hef ég verið blaut á vinsta fæti sem er ekki gott en svo verður haldið áfram á morgun og þá er planið að róa frá Hænuvík yfir í Látravík og gista þar eina nótt. Svo á sunnudeginum ætlum við að fara fyrir Látrabjarg og yfir á Rauðasand og gista þar eina nótt, þaðan ætlum svo að fara yfir á Brjánslæk og reyna svo að þvera Breiðafjörðinn daginn eftir með viðkomu í Flatey.

 

 

Finally I get the time to give a report on the first phase of my long awaited expedition. Put in last Tuesday and took the first paddlestrokes in calm and warm weather as I said goodbye to my family and spectators on the pier in Isafjordur, my hometown. I confess I was humble and full of gratitude to see so many people there, bearing in mind I might not see them again until the completion of my circumnavigation. All this gave me goosebumps. Accompanying me were two local paddles who honoured me with a short escort to sea and from Reykjavik, my good buddy, Örlygur, who joins me the first week or so. Really great indeed. So as I said earlier, we were blessed with great weather the first day, and covered 50 km until we reached our first camp in Ingjaldssandur, including couple of stops to stretch our legs and have some coffee. So during the first half of the day we paddled in calm seas, but gradually we were introduced to 5 ft swells and following seas, with a culmination of things as we paddled around headlands, Deildin and Göltur. We took out at Ingjaldssandur after 10 hrs trip and were greeted by farmer Betty who was very hospitable and nice.
Day two was great on the water as well, despite some afternoon showers which later climaxed in pouring rain as we took out in fjord Arnarfjörður and made camp in valley Selardalur, homeplace of artist Samuel Jonsson and hermit Gisli á Uppsölum. Seas and swells didn´t give us any surprises that day, but Barðinn headland was the crux of the day – a bit challenging as usual.
And today, the third day, we paddled from Selardalur to cove Hænuvík in fjord Patreksfjordur and we had a field day on the water – the first 90 minutes or so, paddling downstream 10 km an hour around headland Kópurinn, an absolute joy that was. We had in mind to take out shortly thereafter, to stretch, but found no good landing spot, so we continued in SW direction, upwinds facing 3 ft seas and fresh breeze as we crossed the fjord to reach our final destination. This was a 3 hrs paddle. We had to face the fact that this 15 km of crossing was taxing, slowing our speed down to 1-2 km an hour.
What stands out in my opinion, as we have been covering some 120 km of shoreline, is the beauty of our fatherland, which I’m not being introduced to for the first time, to be honest, but never before have I viewed those places from sea, which is a hole different and thrilling experience. In addition we have come across lots of fishermen, always willing to share the latest info on weather and conditions.
This evening I gave my first open talk in a series of eight presentations around the country. It went well despite of not to many attendants, blame that on Eurovision song contest on TV, absorbing much attention, no surprises there. As we speak we are resting for one day in a nice cabin 30 km outside of Patreksfjörður town. Resting a bit, planning the next days, and then back on the water, next saturday.
The plan is to make some drysuit repairs and then continue to cove Látravík for camp three. Sunday we need to paddle around Bjargtangar headland for camp four on Rauðasandur. Monday it is Brjánslækur and the day after, crossing the great fjord Breiðafjörður with a short stop in Flatey island.

 

 

Fylgdu hjartanu / Follow your heart

By | Blogg | No Comments

English below

Áramótin 2017-18 var ég að róa með Guðna Páli sem réri hringinn í kringum Ísland 2013 og var að spyrja hann út í ferðina hans, hvernig allt hefði gengið og hversu kostnaðarsöm ferðin hafði verið. Ég man að mig langaði mikið til að feta í fótspor hans og róa hringinn en hugsaði með mér að ég hefði aldrei tök á því, að ég hefði ekki það sem til þyrfti né efni á því þannig að ég hætti að hugsa út í þetta. En svo í maí fyrir ári síðan þá kom þessi hugmynd aftur upp og ég fór að velta fyrir mér hvernig ég gæti framkvæmt þessa hugmynd mína, ég var orðin sannfærð um að ég gæti þetta en vantaði bara að útvega mér allan búnað fyrir ferðina en það er mikið af góðum búnaði sem maður þarf í svona ferð. Ég fór að velta fyrir að hafa samband við fyrirtæki og leita eftir styrkjum, hugsaði fyrst með mér að það ætti enginn eftir að styrkja mig en ég ákvað samt að prufa og hafði samband við Cintamani og sagði þeim frá mér og minni hugmynd um að róa hringinn og safna áheitum fyrir Píeta. Viti menn, þeir sögðu já og þá fór boltinn að rúlla. Nú í dag er ég búin að fá allan þann besta búnað fyrir svona ferð sem völ er á þökk sé Cintamani, Fjallakofanum, Garminbúðinni, Vélasölunni, Epli, Rockpool Kayaks, Kokatat, Lendal og síðast en ekki síst Premis fyrir að gera þessa heimasíðu fyrir mig svo fólk geti fylgst með ferðinni.
Áætluð brottför er um 12-13 maí en þá ætla ég að vera tilbúin, búin að pakka og gera allt klárt og leggja af stað um leið og veður leyfir.

I was paddling with Guðni Páll around the New Year 2017-18 and I got the chance to ask him about his round tour, how it went and how expensive the whole tour was. I remember clearly how I wished I could circumnavigate Iceland but I though I’d never be able to do it, I wouldn’t have what it takes and besides, I wouldn’t afford it so I just stopped dreaming. In May, the idea hit me again and I started wondering how I cold let the dream come true. I was convinced that I could do it, but I needed to provide all the equipment for the trip. At first I thought that nobody would support me but I still decided to try to contact Cintamani and told them about me and my idea to circumnavigate Iceland and raise funds for organisation Pieta. Much to my surprise they said yes. That’s when the ball began to roll. Today I´ve got all the best equipment on the market for my journey thanks to Cintamani, Fjallakofinn, Garminbúðin, Vélasalan, Epli, Rockpool Kayaks, Kokatat, Lendal and at last Premis for making this website for me so people can follow me on my journey

Estimated departure is around 12-13 May, depending on the weather, but I need to be all packed and ready as soon as the weather allows.