English below
24 maí
Eftir rúmalega sólahrings hvíld á Stykkishólmi lagði ég af stað aftur í morgun rétt rúmlega ellefu og var stefnan tekin á Ólafsvík eða rétt tæplega 50km langur leggur. En það sem gerði þennan dag frábrugðinn hinum dögunum sem ég hef verið að róa er að nú var ég orðin ein og verð það fram á annað kvöld en þá reikna ég með að Óskar Páll komi aftur til að filma en þá ætti ég að vera komin á Hellisand ef allt gengur upp. En frá Hellisandi og alla leið Búðum eru margir fallegir staðir og má þar nefna Svörtuloft, Dritvík, Hellna, Arnastapa og fleiri staði sem gaman verður að mynda.
En dagurinn var mjög góður að öllu leyti nema einu, stýrispedalinn vinstra megin í bátnum hafði losnað aðeins og gerði það að verkum að ég þurfti að teygja fótinn mikið fram til að beygja til vinstri sem ég þurfti að gera mikið af vegna þess að aldan koma á skáhalt aftan á mig frá hægri hlið og var alltaf að snúa bátnum. En þrátt fyrir þetta gekk vel að róa og hef ég ekki náð eins miklum hraða í ferðinni eins nú enda með strauminn, vindinn og ölduna í bakið. Margt fallegt að sjá í dag og það sem stendur kannski hvað hæst er Melrakkaey með Kirkjufell í bakgrunn en það er mikið fuglalíf í eyjunni og hef ég sjaldan séð eins mikið af skarf eins og þar. Ég var ekki komin langt frá eyjunni þegar ég sá trillu rétt hjá og ákvað að kíkja aðeins í smá spjall. Voru þar tveir menn með tvo þýska ferðamenn á handfærum og var bæði fróðlegt og gaman að spjalla við þá. Ég fór að spyrjast fyrir um eyjuna og sagði annar mér að hún væri friðuð sem ég reyndar vissi en sagði svo að það mætti enginn fara í hana nema presturinn og almættið og hló svo.
En eftir ca 37 km langan róður ákvað ég að fara í land og láta staðar numið, fann fallegan stað til að tjalda á gaf mér tíma í að tæma bátinn og til að geta borið hann uppá grasflötina og gert við hann og notað svo tækifærið að þreif hann aðeins, var búin að fá töluvert af sandi og grasi í lestina.
Flottur dagur að baki og naut ég þess að borða kvöldmatinn liggjandi í grasinu og horfa á sólina setjast.
25 maí
Vaknaði enn einn daginn í sól og blíðu og var full heitt í tjaldinu þegar ég loks skreið á fætur. Það tók alveg sinn tíma að pakka, borða, bera bátinn niðrí fjöru sem var frekar grýtt. En ég náði loks að ýta úr vör um 12 leytið og fékk ég nokkur brot yfir mig á leiðinni út sem gerði það að verkum að mann opið á bátnum hálf fylltist af sjó og þurfti ég að lensa úr honum þegar ég var komin aðeins út fyrir. Í grýtri fjöru getur maður ekki sest í hann og ýtt sér á stað heldur þarf maður að setja hann á flott, hoppa um borð og róa eins hratt og maður getur til að reyna að sleppa við að fá brottinn yfir sig því þau geta verið kröftug og hent manni uppí fjöru aftur.
En plan dagsins var að reyna að reyna að komast út fyrir Hellissand eða lang leiðina að Öndverðanesi en gekk ekki betur en svo að ég náði ekki að róa meira en 11km en það var margt sem spilaði þar inní. Í fyrsta lagi losnaði stýrispedalinn aftur en ég hafði greinilega ekki náð að herða hann nægilega vel enda ekki með réttu verkfærin til þess en svo var farið að bæta aðeins í vindinn og var ölduhæðin orðin ansi há eða um einn og hálfur metri giska ég á, allavega var hún það mikill að þegar ég var að róa í átt að Ólafsvík og var farin að sjá vel í jökulin að þá hvarf hann þegar ég var í öldu dölunum.
En mikið er Vallabjargið fallegt, vogskörið stuðlabjarg með nokkrum hellisskútum og mikið af ritu. Það var ekki sýðra að róa þessu stuttu leið en Látrabjarg þó svo að það sé mun tignarlegra en þessir tveir staðir standa upp úr hjá mér á þeirri leið sem ég er búin að róa í þessari ferð.
En svo var ég líka orðin lúin og þreytt og hef ég sennilega ekki verið nógu dugleg að borða síðustu dagana en maður er víst að brenna sex þúsund kaloríum ef ekki meira á svona dögum og getur verið erfitt að innbyrða svo mikinn mat.
Eftir að hafa rætt við Guðna Pál og Vilborgu Örnu þá er ég búin að senda smá innkaupalista á Óskar Pál sem er nú á leiðinni til mín þannig að nú á að bæta í átið, eins er hann að koma með steinefni handa mér til að fyrirbyggja að ég þorni upp og réttu verkfærin svo ég geti lagað bátinn í eitt skipti fyrir öll. Ég verð samt að viðurkenna að þó að sólinn sé yndisleg þá er ég að verða búin að fá nóg af henni, fimmti dagurinn í röð sem sól og heiðskírt er, ég með vörn nr 50 í andlitinu en samt orðin frekar dökk í framan þannig að ég leita alltaf í skugga þegar ég kem í land
Þannig að plan morgundagsins er að reyna að komast út að Öndverðanesi og kannski eitthvað aðeins lengra því eftir það taka Svörtuloft við og er víst betra að vera ekki of þreytt þegar maður fer fyrir þau en sá dagur verður líklegast frekar langur.
En þar sem ég kom snemma í land þá hef ég notað daginn í að endurpakka öllu hjá mér og skera eins mikið niður og ég get því það fer mikil orka í að pakka í og úr bátnum bæði morgns og kvölds og tala nú ekki um að bera allt dótð upp að tjaldsvæði og tókst mér að minnka farangurinn tölulvert og verðu því komið á Óskar Pál á eftir.
26. maí
Það er búið að bæta allverulega í vindinn og er ég að bíða eftir að hann lægi aðeins en hann á að gera það þegar líða tekur á daginn. En það er ekki gott veður útlit fyrir næstu daga þannig að ég má búast við að verða veðurteppt í einn eða fleiri daga en ætla að reyna að komast aðeins út fyrir Hellissand seinna í dag og bíða þar færis á að komast fyrir Svörtuloft en meira um það seinna.