Fyrsti hluti af legg þrjú / First part of third phase

By 26. maí, 2019 Blogg

English below

24 maí

Eftir rúmalega sólahrings hvíld á Stykkishólmi lagði ég af stað aftur í morgun rétt rúmlega ellefu og var stefnan tekin á Ólafsvík eða rétt tæplega 50km langur leggur. En það sem gerði þennan dag frábrugðinn hinum dögunum sem ég hef verið að róa er að nú var ég orðin ein og verð það fram á annað kvöld en þá reikna ég með að Óskar Páll komi aftur til að filma en þá ætti ég að vera komin á Hellisand ef allt gengur upp. En frá Hellisandi og alla leið Búðum eru margir fallegir staðir og má þar nefna Svörtuloft, Dritvík, Hellna, Arnastapa og fleiri staði sem gaman verður að mynda.

En dagurinn var mjög góður að öllu leyti nema einu, stýrispedalinn vinstra megin í bátnum hafði losnað aðeins og gerði það að verkum að ég þurfti að teygja fótinn mikið fram til að beygja til vinstri sem ég þurfti að gera mikið af vegna þess að aldan koma á skáhalt aftan á mig frá hægri hlið og var alltaf að snúa bátnum. En þrátt fyrir þetta gekk vel að róa og hef ég ekki náð eins miklum hraða í ferðinni eins nú enda með strauminn, vindinn og ölduna í bakið. Margt fallegt að sjá í dag og það sem stendur kannski hvað hæst er Melrakkaey með Kirkjufell í bakgrunn en það er mikið fuglalíf í eyjunni og hef ég sjaldan séð eins mikið af skarf eins og þar. Ég var ekki komin langt frá eyjunni þegar ég sá trillu rétt hjá og ákvað að kíkja aðeins í smá spjall. Voru þar tveir menn með tvo þýska ferðamenn á handfærum og var bæði fróðlegt og gaman að spjalla við þá. Ég fór að spyrjast fyrir um eyjuna og sagði annar mér að hún væri friðuð sem ég reyndar vissi en sagði svo að það mætti enginn fara í hana nema presturinn og almættið og hló svo.

En eftir ca 37 km langan róður ákvað ég að fara í land og láta staðar numið, fann fallegan stað til að tjalda á gaf mér tíma í að tæma bátinn og til að geta borið hann uppá grasflötina og gert við hann og notað svo tækifærið að þreif hann aðeins, var búin að fá töluvert af sandi og grasi í lestina.
Flottur dagur að baki og naut ég þess að borða kvöldmatinn liggjandi í grasinu og horfa á sólina setjast.

25 maí

Vaknaði enn einn daginn í sól og blíðu og var full heitt í tjaldinu þegar ég loks skreið á fætur. Það tók alveg sinn tíma að pakka, borða, bera bátinn niðrí fjöru sem var frekar grýtt. En ég náði loks að ýta úr vör um 12 leytið og fékk ég nokkur brot yfir mig á leiðinni út sem gerði það að verkum að mann opið á bátnum hálf fylltist af sjó og þurfti ég að lensa úr honum þegar ég var komin aðeins út fyrir. Í grýtri fjöru getur maður ekki sest í hann og ýtt sér á stað heldur þarf maður að setja hann á flott, hoppa um borð og róa eins hratt og maður getur til að reyna að sleppa við að fá brottinn yfir sig því þau geta verið kröftug og hent manni uppí fjöru aftur.
En plan dagsins var að reyna að reyna að komast út fyrir Hellissand eða lang leiðina að Öndverðanesi en gekk ekki betur en svo að ég náði ekki að róa meira en 11km en það var margt sem spilaði þar inní. Í fyrsta lagi losnaði stýrispedalinn aftur en ég hafði greinilega ekki náð að herða hann nægilega vel enda ekki með réttu verkfærin til þess en svo var farið að bæta aðeins í vindinn og var ölduhæðin orðin ansi há eða um einn og hálfur metri giska ég á, allavega var hún það mikill að þegar ég var að róa í átt að Ólafsvík og var farin að sjá vel í jökulin að þá hvarf hann þegar ég var í öldu dölunum.
En mikið er Vallabjargið fallegt, vogskörið stuðlabjarg með nokkrum hellisskútum og mikið af ritu. Það var ekki sýðra að róa þessu stuttu leið en Látrabjarg þó svo að það sé mun tignarlegra en þessir tveir staðir standa upp úr hjá mér á þeirri leið sem ég er búin að róa í þessari ferð.
En svo var ég líka orðin lúin og þreytt og hef ég sennilega ekki verið nógu dugleg að borða síðustu dagana en maður er víst að brenna sex þúsund kaloríum ef ekki meira á svona dögum og getur verið erfitt að innbyrða svo mikinn mat.

Eftir að hafa rætt við Guðna Pál og Vilborgu Örnu þá er ég búin að senda smá innkaupalista á Óskar Pál sem er nú á leiðinni til mín þannig að nú á að bæta í átið, eins er hann að koma með steinefni handa mér til að fyrirbyggja að ég þorni upp og réttu verkfærin svo ég geti lagað bátinn í eitt skipti fyrir öll. Ég verð samt að viðurkenna að þó að sólinn sé yndisleg þá er ég að verða búin að fá nóg af henni, fimmti dagurinn í röð sem sól og heiðskírt er, ég með vörn nr 50 í andlitinu en samt orðin frekar dökk í framan þannig að ég leita alltaf í skugga þegar ég kem í land

Þannig að plan morgundagsins er að reyna að komast út að Öndverðanesi og kannski eitthvað aðeins lengra því eftir það taka Svörtuloft við og er víst betra að vera ekki of þreytt þegar maður fer fyrir þau en sá dagur verður líklegast frekar langur.

En þar sem ég kom snemma í land þá hef ég notað daginn í að endurpakka öllu hjá mér og skera eins mikið niður og ég get því það fer mikil orka í að pakka í og úr bátnum bæði morgns og kvölds og tala nú ekki um að bera allt dótð upp að tjaldsvæði og tókst mér að minnka farangurinn tölulvert og verðu því komið á Óskar Pál á eftir.

26. maí

Það er búið að bæta allverulega í vindinn og er ég að bíða eftir að hann lægi aðeins en hann á að gera það þegar líða tekur á daginn. En það er ekki gott veður útlit fyrir næstu daga þannig að ég má búast við að verða veðurteppt í einn eða fleiri daga en ætla að reyna að komast aðeins út fyrir Hellissand seinna í dag og bíða þar færis á að komast fyrir Svörtuloft en meira um það seinna.

 

May 24th
I put in this morning at 11 AM after 24 hrs rest in Stykkisholmur, with the course set for Olafsvik, solid 50 km haul. A bit different day on the the water, since now I paddle on my own, but I reckon Oskar Pall filmmaker will show up tomorrow night and continue filming. By that time I should be in Hellissandur. From Hellissandur to Búðir you´ll find lots of nice spots, such as Svortuloft, Dritvík, Hellna, Arnarstapa and more. Great spots for filming indeed.
 But I had a splendid ride today, despite one setback; rudder pedal came loose causing me some difficulties turning on back board, maybe not the best day to deal with that, due to conditions; following seas on a 45 degree angle from right. Anyhow, I made good progress, PB speedwise so far, thanks to following seas and winds. Lots of awesome sites to see, maybe the best one island Melrakkaey, decorated with mount Kirkjufell in the background. Birdlife in Melrakkaey is exceptionally rich; never have I before seen as many cormorants as I saw there. As a passed the island and left it behind me, I noticed a fishing boat nearby and opted for a chat with the crew for fun. Fishermen told me the island was preserved, which I already knew, but according to their following statement, noone is supposed to take in on the island except the local vicar and the holy Father. Then they laughed outloud.
Finally I called it a day after 37 km of paddling, made camp on a nice space and took some time to empty the kayak in order to be able to carry it to the green for some repairs and cleanup.  What a splendid day this was, I really enjoyed having my dinner, lying in the grass, watching the sunset.
May 25th
As so many times before the hot sun greeted me as I opened my eyes. A bit to warm inside my tent as I was getting ready for my morning routine. Breakfast, packing, carry boat on shore; all this is time-consuming. The put in-spot was a rocky beach but I finally managed to launch and I was on the water around 12 o´clock. The cockpit was half-filled with water when I had left a few braking waves behind me, causing me to take care of things with my bilge pump. This is unescapable when one puts in from a rocky beach since the only option is to get the boat on the water, jump in, and punch through braking waves. Otherwise you might be pushed back on shore.
Todays goal was to leave Hellissandur behind me, but I ended up with only 11 km coverage. Blame that on combination of unfavorable weather condition, sea state and finally boat condition. The darn rudder-pedal came loose again, it came clear to me that my repairs had not been satisfactory. NTS: Better tools are obviously required here. In addition to that, wind was picking up, resulting in 5 ft waves – leaving me in deep troghs with zero visibility. One starts to rethink when a whopping 4500 ft glacier, Snæfellsjökull, is blocked from your view.
But what a spectacular cliff, Vallarbjarg is,  jagged columnar basalt with a few sea caves and home to the kittiwake. Paddling the short distance under the Vallarbjarg is no less experience than doing the Látrabjarg, even though the latter one is more gracefull. But all in all those two places stand out so far. Finally, I can blame one more reason for my limited progress on this day on the water; fatigue, and I also have the feeling I´m not consuming quite as many calories as I should do. Minimum of six thousand kcal are standard. It takes some effort to eat so much. I gave Oskar Pall a shopping list after consulting with Guðni Páll, and Seven Summits mountaineer, Vilborg Arna. So I´m planning to get more energy in the system from this day forward, and eat some minerals to prevent dehydration. Also I´m getting better tools for repairs.
So now the sun has been shining five days in a row, but even though it is a blessing, I confess I´ve almost had it with sun. I apply sunblock with 50+ SPF daily, but still I get tan. I tend to seek the shades every time I take out.
Tomorrows plan is to reach headland Öndverðarnes, at least, because rocky coast Svörtuloft will then follow. Better not be tired while passing that place; expecting a long day on the water.
But since I took out early today, I used the extra time to repack and get rid of unnecessary equipment. Laboring it can be to pack twice a day, not to mention the effort to carry all your gear to camp.

 

May 26th
Wind picking up contiously. The forecast is promissing better conditions in the afternoon, let´s see what happens. But following days not to attractive. I might be wind bound for a day or two but gonna try to reach Hellissandur at least, today.

 

 

 

2 Comments

Leave a Reply