English below
Ég fékk mjög svo óvæntan glaðning í síðustu viku en þá gaf Rikki í Garmin búðinni mér Inreach mini tæki frá Garmin en það á eftir að koma sér vel á ferð minni um landið í sumar og í náinni framtíð. Með þessu tæki er hægt að fylgjast með hvar ég er stödd á landinu en tækið sendir frá sér staðsetninguna mína á 10 mínútna fresti og þannig hægt að sjá hvar ég er og hvert ég stefni. Eins get ég sent frá mér og tekið á móti skilaboðum hvar sem ég er stödd í heiminum án þess að vera í símasambandi og látið mína nánustu vita af ferðum mínum. Það allra besta við þetta tæki er að það er eitt besta öryggistæki sem ég get verið með því ég get líka sent út neyðarboð og þá fá viðkomandi björgunaraðilar allar upplýsingar um hvar ég er stödd, hver ég er og hvað ég er að gera en þá geta þeir einnig sent mér skilaboð og látið mig vita hvernig björgun verður háttað.Ég er honum Rikka virkilega þakklát fyrir allann stuðninginn og hjálpina sem ég hef fengið hjá honum fyrir þessa ferð
Þið getið skoðað þetta tæki betur hér.
https://www.garminbudin.is/vorur/garmin/utivistin/inreach-mini-gray/
I received a nice surprice last week when Rikki in Garminbúðin gave me Garmin Inreach mini. This small satellite communicator will come in handy on my way paddling around Iceland during the summer, and in the nearest future of course. With this tiny equipment people can keep track on me since the communicator sends my location every 10 minutes to a satellite so it‘s easy to keep track on where I am and where I‘m heading. No telephone service is needed. I can use the communicator to send messages (and receive messages) from any location in the world to communicate to my closest relatives how I‘m doing. The best feature of the communicator is that it‘s one of the best safety equipment I can use on sea because I can send out emergency signal that brings info to the rescue team about my location, who‘s in trouble and what I‘m doing. The rescue team can send back messages about how they will rescue me. I´m so grateful for all of Rikki‘s support and help during the preparation of my tour.
You can take a closer look at the Garmin Inreach communicator here.
https://www.garminbudin.is/vorur/garmin/utivistin/inreach-mini-gray/