English below
28 maí
Þegar líða tók á sunnudaginn var byrjað að lægja aðeins og ákvað ég að pakka saman og stefna á Ólafsvík til að bæta á matarbirgðir. Eftir að hafa stoppað þar í smástund lá leið mín til Hellissands.
Á leið minni þanngað hafði ég góðan tíma til að hugsa eins alltaf þegar ég er á sjó og fór að hugsa um veðrið og veðurspána og fór að láta mig dreyma um að komast fyrir Svörtuloft um nóttina. Þegar ég var svo komin á Hellissand um kvöldmatar leytið hringdi ég í Guðna Pál og ráðfærði mig við hann en einnig heyrði ég í Sævari Helga líka og vorum við öll sammála um að nú væri sennilega eini veðurglugginn til að fara fyrir Svörtuloft næstu dagana.
Þannig að ég hringdi samstundis í Óskar Pál og lét hann vita um áform mín því ég vissi að hann vildi mynda þegar ég færi þessa leið en hann hafði verið hjá mér fyrr um daginn en þurfti að fara suður til að skila hjólhýsi (minnk) sem hann hafði verið með í láni og var hann kominn aftur um ellefu leytið. Ég nýti tímann í að fá mér að borða, klæddi mig vel og lagði mig aðeins í melgresi við fjöruborðið, fannst ekki taka því að taka upp tjaldið fyrir 2-3 tíma.
Um ellefu leytið lagði ég í hann og réri í átt að Öndverðanesi og dáðist að kvöldsólinni setjast í hafið við Látrabjarg þar sem hafði verið nokkrum dögum áður. Ég stoppaði í Skarðsvík til að létta á mér og fá mér aðeins meira að borða því næsta stopp var ekki fyrr en eftir ca 4 til 5 tíma sem yrði í Dritvík og var ég komin þangað rétt rúmlega fjögur um nóttina.
Að róa fyrir Svörtuloft var mögnuð upplifun en hefði ég viljað hafa betra skyggni en það var byrjað að rökkva aðeins þó svo að það sé ekki myrkur lengur á nóttinni en samt gat maður séð bjargið ágætlega sem var drungalegt og það fór alveg smá hrollur um mig þegar ég horði í bjargið, hlustaði á þungar drunurnar þegar hafaldan skall í bjarginu og kastaðist nokkra metra upp í loftið og hugsaði til þess að ég væri ein að þvælast hérna um miðja nóttu.
Stoppið var frekar stutt í Dritvík, bara rétt til að teygja úr sér, næra sig og rölta aðeins upp að neyðarskýlinu en þegar ég kom til baka var rebbi að sniglast í kringum bátinn þar sem ég var nýbúin að borða harðfisk og verið fljótur að renna á lyktina.
Þegar ég lagði svo í hann aftur þá þurfti ég að róa hátt í 1km frá landi því þær voru stórar og þungar haföldurnar sem vöru að koma inn og brotna á skerjum fyrir utan.
Næstu fjórir tímar voru lengi að líða enda þreytan farin að segja til sín, sólin að gjæast upp fyrir jökulinn og smá andvar í bakið gerði það að verkum að mér varð ofboðslega heitt og var satt að segja búin að fá nóg af sólinni enda búið að vera sól hjá mér í sjö daga, var farin að syngja ský ský skín á mig, sól sól í burt með þig.
En ég kom að Arnarstapa um hálf níu eftir rúmlega 9 tíma róður, búin að vaka í næstum sólahring fyrir utan eina hálf tíma kríu sem hafði náð kvöldinu áður.
Dröslaði bátnum á land og gekk frá öllu og fór að spyrjast fyrir um hvað ég gæti tjaldað þegar ég hitti einn bóndi sem var niðrá bryggju var svo almennilegur að bjóða mér að tjalda á túninu hans rétt fyrir ofan höfnina.
Ég sem var búin að hlakka mikið til að komast í tjaldið og leggja mig varð ekki að ósk minni því þegar ég loksins lagðist niður þá gat ég ekki sofnað vegna hita, ég lá orðin hálf nakin í svitakófi í fortjaldinu að reyna að sofna en gat það ekki. Endaði á því að ég fór á fætur, skellti mér í sturtu og fékk mér að borða. Seinna um daginn fékk ég svo símtal frá Ólöfu hjá Píeta sem færði mér góðar fréttir en þær voru að ég ætti herbergi hjá hótel Arnastapa og fæ að vera þar í tvær nætur eða þangað til á morgun en þá á veðrið að gang aðeins niður og ég ætti að geta haldið áfram för minni í átt að Akranesi þar sem ég ætla að halda næsta fyrirlestur.
En þangað til ætla ég njóta mín hérna á Arnarstapa og vil ég þakka öllum þeim sem hafa boðið mér aðstoð hér, hótel Arnastapa fyrir gistungu, fiskmarkaðinum fyrir að geyma fyrir matinn (harðfiskinn) í kæli og smiðinum sem ég man ekki hvað heitir fyrir að skutlast með niðrá bryggju til að ferja dótið mitt uppá herbergi.
Winds were clamer Sunday so I decided to pack and paddle towards Olafsvik town, where I could stock up on supplies. After a short brake there I continued to Hellissandur. As I paddled onwards, as always is the case on the water, my mind was occupied, this time with the forecast. I started to raise my hopes for passing Svortuloft the following night. When I took out at Hellissandur around dinner time, I had a phone conference with Guðni Páll and Sævar. An unamimous decision: Use the window and go for it. So I called Oskar Pall right away, because I knew he would want to shoot my route. I used the time to put some energy in the system, geared up and then took a nap in the lime grass by the shore, didn´t bother to strike tent for 2-3 hours.
Around 11 PM I put in and paddled towards headland Ondverðarnes and admired the sunset by Latrabjarg, where I had been only few days earlier. I took out in cove Skarðsvik to relive myself and had my last snack for the next 4-5 hours. Next stop would be cove Dritvík, where I took out at 4 AM.
Passing Svortuloft was just magnificent paddling experience, even though I´d have been thankful for better visibility, but it was getting a bit darker. To speak of real darkness at this time of year in Iceland is absurd, but describing conditions as shady and a bit eery is fair. A solo paddler will feel the chill down the spine watching the black cliff – and does not escape the chilling effects from thundering sounds from swells hitting the rocky coast with tremendous force. I couldn’t avoid thinking to myself what the devil I was doing here on my own, in the middle of the night. I had a short brake at Dritvik, just for a quick stretch and snack. Also inspected the emergency cabin. When I retunrend to my kayak, an arctic fox was sneaking around, naturally the smell of my left overs from dryed fish had attracted this hairy opportunutist. When I put in again, it came clear to me that a safe distance of 1 km off shore was needed due to heavy swells and rumbles around rockawashes allover. The clock ticked almost painfully slow for the next four hours, sun was rising above the Snefellsjokull glacier, I was getting a bit done in, and finally, gentle following winds made me very warm. Honestly i´d almost had it with the sun, this was a sunny day no. seven. I had this children´s tune going around and around in my head, lyrics embracing the sun originally – but my version was rain-embracing.
But finally I took out in village Arnarstapi, after 9 hrs of paddling, 24 hrs without any sleep, apart from 90 minutes nap the evening before. Buisness as usual; manhandling the boat on shore and checking with the locals, where I could make camp. I met a farmer by the dock, he said I ´d be welcome to use his field, close by.
As much as I had anticipated to get in my tent after this long haul, I was dissapointed in a way because of the sweltering heat that deprived me of proper rest. There I was lying, halfnaked, sweating bullets in the front section of my tent, trying to get some sleep, with no luck. Finally I just got up, took a shower and had a bite. Later that day Olof with Pieta org. rang me up and delivered some great news; She had arranged a room for me at Arnarstapi Hotel for two nights. By the end of stay, met-office was promising fair winds so I could continue towards town Akranes for my next open talk. Until then, I´m gonna enjoy the stay, and a big thanks to everybody who helped me in various ways, with hotel room, assistance, the fish market for storage of my dryed fish in a cool place, not to mention the carpenter (who´s name I forgot), for picking my gear up and deliver it to my room.
Gaman ađ fylgjast međ.
The pictures are epic!!!
Vel gert, heimasíðan er virkilega vel útfærð og málefnið auðvitað meiriháttar. Heyrði af ferðalaginu í gær og ætla að fylgjast vel með ferðinni hjá þér.
Má ég spyrja, er fyrirhugað að koma við í Vestmannaeyjum?
Sæll
Ég er í Reykjavík núna og var með fyrirlestur á Akranesi í kvöld.
Svo var planið að leggja í hann aftur á morgun en verð greinilega eitthvað veðurtept en næsti fyrirlestur verður í Vestmanneyjum þegar ég kem þangað og verður hann auglýstur með nokkura daga fyrivara.