Hefur þig dreymt um að njóta náttúrunnar á kajak

By 9. January, 2021 Kayaknámskeið
Viltu kynnast náttúrunni og landinu á nýjan hátt?  Viltu eiga frábært ævintýri með góðum vinum eða kynnast nýju fólki? Viltu stinga af og njóta einstakrar náttúrufegurðar Vestfjarða?  Hefur þig dreymt um að róa á spegilsléttum sjó innan um seli og sjófugla.  Nú er tækifærið! Komdu vestur í Ísafjarðardjúp á kajaknámskeið með Veigu Grétarsdóttur hringfara.
 

Námskeið þessi verða haldin í samstarfi við ferðaskrifstofuna Borea og Sveitahótelið í Heydal. Námskeiðið er sniðið að byrjendum í kajakróðri og fyrir þá sem eru lengra komnir en vilja bæta við reynsluna.  Farið verður í gegnum grunnatriði, svo sem áratök, róðratækni, bjarganir og eins hvernig er best að umgangast kajakinn og búnaðinn sem nota þarf í sportið.  Hluti kennslunnar fer fram innandyra en megnið á sjó þar sem verður róið á milli staða og út í eyjar ef veður leyfir, þar sem fólki gefst kostur á njóta kyrrðarinnar í óspilltri náttúrunni.

Þetta námskeið er hannað fyrir konur og karla sem vilja ævintýri, læra almennilega á kayak í góðum félagsskap og slappa svo af um kvöldið með góðum mat og slökun í heitri náttúrulaug frá fimmtudegi til sunndags.

Tilvalið fyrir vinkonuhópa, vinahópa.  Hámark 8 manns á námskeiði en lágmark 4 manns          

Verð per mann er 70.000. kr í tveggja manna herbergi en 75.000. kr í einstaklingsherbergi.

Staðfestingargjald: 15.000 isk / mann ( ath. staðfestingargjald er óendurkræft nema námskeið falli niður )

Innifalið í verðinu er:  

  • Kajaknámskeið
  • Kajak, þurrgalli og allt sem til þarf
  • Gisting í 3 nætur
  • Morgunmatur í 3 daga
  • Smurt nesti fyrir daginn                                                                    

Dagsetningar: 

  • 28. – 31. janúar – Opið fyrir bókanir
  • 04. – 07. febrúar – Opið fyrir bókanir
  • 11. – 14. febrúar – Opið fyrir bókanir
  • 18. – 21. febrúar – Opið fyrir bókanir – 7 pláss laus
  • 25. – 28. febrúar – Opið fyrir bókanir
  • 04. – 07. mars – Opið fyrir bókanir – Uppselt
  • 11. – 14. mars – Opið fyrir bókanir – 1 pláss laus
  • 18. – 21. mars – Uppselt
  • 25. – 28. mars – Uppselt

Athugið að námskeiðið getur fallið niður vegna veðurs.

Bókanir og frekari upplýsingar á veiga@veiga.is

 

 

Heydalur                                                                            Borea Adventures

https://www.heydalur.is/is                                            https://www.boreaadventures.com/

 

Leave a Reply