Dagur 15 til 19. / Day 15 to 19.

By 4. June, 2019 Blogg

English below

Eftir að hafa verið veðurteppt á Arnarstapa í tæp tvo daga lagði ég í hann aftur seinnipartinn á miðvikudag, það átti að lægja þegar líða tók á daginn sem hann gerði svo.
Það vildi svo vel til að hann Örlygur sem hafi verið að róa með mér fyrstu vikuna var staddur á Arnarstapa en hann er einnig leiðsögumaður og fer með ferðamenn á Snæfellsjökul en hann lánaði mér bílinn sinn um daginn og kíkti ég í smá bíltúr, fór og skoðaði Rauðarfeldsgjá ásmat því að fara á búðir til að skoða aðstæður þar með tilliti til lendingar og tjalsvæðis því stór hluti af þessu svæði tilheyrir þjóðgarði og má ekki tjalda hvar sem er.
Rétt rúmlega sex leytið um kvöldið eftir að allt var orðið klárt  en Örlygur hafði hjálpað mér að koma dótinu niður á bryggju og gera klárt fyrir brottför lagði ég í hann og stefndi beint á Búðir.
Það var smá gola þá og öldurnar ekki alveg dottnar niður en eftir ca hálftíma róður var komið logn og fínt í sjóinn.
Eftir ca tveggja tíma róður kom ég að hótel Búðum, fékk mér að borða samlokur sem ég fékk á hótelinu og heyrði aðeins í Guðna Páli en hann var á leiðinni til mín seinna um kvöldið.
Ég ákvað að róa aðeins lengra eða ca 10km því ég hafði nægan tíma áður en hann kæmi. En eftir ca 1km byrjaði hann að bæta í vindinn aftur og varð mjög fljótlega ferkar hvasst, vindur stóð af landi og gerði það að verkum að ferðin gekk hægt þannig að ég ákvað að koma mér í land sem fyrst og fór ég að skoða kort því nú þurfti ég finna góðan stað til að tjalda en einnig þar sem hægt væri að koma keyrandi að svo Guðni kæmist með bátinn og dótið sitt.

Eftir að hafa borðað morgunmat með Guðna daginn eftir var ákveðið að halda í hann og róa inn Snæfellsnesið en ströndinn einkennist mest af hvítum sandfjörum með skerjum hér og þar. Eftir ca klukkutíma róður var ákveðið að taka nestispásu enda bæði orðin svöng eftir að hafa pakkað niður og gengið frá öllu í bátana eftir morgunmatinn.
Við höfðum verið með vindinn nánast beint í bakið og fallið með okkur og gekk ferðin vel og eftir tæplega 20km ákváðum við að þvera Hafffjörðin því ef við færum innar með Snæfellsnesinu fengjum við vindinn á hlið í stað þess að vera með hann á skáhalt í bakið. Tókum við þá stefnuna beint á Akra en það var um 27km löng leið og gekk ferðin mjög vel fyrstu 17km, fórum hratt yfir því við vorum með ölduna, strauminn og vindinn með okkur en þegar við áttum ca 10km eftir fór hann að snúa sér og vorum við komin með vindinn í fangið og fór allt að ganga mun hægar, fórum að pæla í hvort við ættum að fara í eina eyju sem var mun vestar en Akrar til að sleppa við að róa á móti vindi en komust að þeirri niðurstöðu að það yrði betra að puða aðeins meira og komast upp að landi því það var búið að spá austan átt daginn eftir og þá yrði betra að róa með landi en að vera úti í einhverri eyju. Eftir langan 6km róður náðum við loksins landi og mikið var gott að standa upp og teygja úr sér, tala nú ekki um að pissa enda búin að halda í mér ca 4 tíma. Tókum stutta pásu og héldum svo áfram í átt að Ökrum þar sem við tjölduðum. Guðni fór strax í að týna eldivið og var kveiktur smá varðeldur sem hann svo steikti hamborgar á sem var góð tilbreytting frá þurrmat sem ég hafði verið að borða síðustu daga í ferðinni. Örlygur kíkti í smá heimsókn til okkar en hann var á leið í bæinn. Aftur áttum við góða kvöldstund saman.

Eftir að hafa borðað morgunmat og gengið frá daginn eftir var svo lagt í hann aftur og stefnan tekinn á Akranes. En að róa í Mýrarnar frá Örkrum alla leið að Borgarfirði var í einu orði sagt æðislegt. Margar eyjar sem eru grasi vaxnar með gylltum sandfjörum og grunnt allstaðar á þessu svæði og kom það einu sinni fyrir að við þurftum að standa upp og draga bátana nokkra metra því það var ekki búið að falla nægilega mikið að en þá voru þeir dregnir uppá næsta sker og tekin smá nestispása. Þetta er þannig staður að maður er ekkert að flýta sér, mikið stoppað til að njóta útsýnisins og hefði ég alveg viljað taka einn auka dag þarna. Mér leið eins og ég væri stödd einhversstaðar annar staðar enn á Íslandi þarna.
En svo kom að því að við þurftum að fara að þvera Borgafjörðin en þá hafði hann snúið sér og var farin að blása úr suð-vestri eða nánast beint inn Borgarfjörin sem var ekki gott því það var að falla út, þegar vindurinn og straumurinn mæta hvort öðru þá getur sjórinn orðið mjög úfinn sem hann reyndist svo vera en þrátt fyrir það gekk ágætlega að þvera fjörðinn, við ákváðum að stefna aðeins inná við og gera ráð fyrir því að straumurinn bæri okkur útá við sem hann svo gerði og komum við í land rúmlega 2km vestar en við stefndum á upphaflega. Tókum smá pásu og vorum að velta fyrir okkur hvort við ættum að reyna að finna okkur tjadsvæði fljótlega eða harka af okkur og fara alla leið á Akranes en það voru ca 10km eftir en svo þegar við lögðum í hann aftur þá ákváðum við bara að drífa okkur á skagann því hann hafði lægt aðeins.
Lentum í fjörunni undir tjaldsvæðinu um níu leytið, byrjuðm á að drösla bátunum uppá land og ræða við tjaldvörðinn um hvar við mættum tjalda því við voru ekki alveg við tjaldsvæðið, þetta endaði svo með því að við tjölduðum inná milli hjólahýsa, fengum okkar að borða á sjoppunni hinum megin við götuna og vorum við eins og hungraðir úlfar þegar við tróðum matnum ofan í okkur enda langur og erfiður dagur að baki. En hér eftir ætla ég að reyna að forðast tjaldsvæði eins og heitan eldinn, ekki það ég hafi eitthvað útá tjaldsvæðið á Akranesi að setja heldur eftir svona langa og erfiða daga þá vill maður komast í ró og næði til að geta hvílt sig en það er alltaf ákveðið ónæði á svona stöðum en mikið var gott að komast í sturtu.
Um níu leytið morguninn eftir kom svo hann Eymundur kayakræðari sem ætlaði að róa með okkur frá Akranesi til Gróttu. Þannig að við vorum þrjú sem lögðum í hann um tíu leytið og tókum stefnun á Hallgrímskirkju til að byrja með, gerðum ráð fyrir því að straumurinn mundi bera okkur aðeins útá við því það var að falla út. Þegar við áttum svo ca 9km eftir var stefnan tekin á Gróttu og komum við á áfangastað um tvöleytið. Það var frekar sérstök en jafnframt góð tilfinning að róa inn víkina hjá Gróttu og sjá allt fólkið sem var komið þangað til að taka á móti mér og yljaði það mér um hjartaræturna.

Nú er ég stödd á Seltjarnarnesi og var búin að ákveða að taka tveggja daga pásu. Svona til gamans þá er ég búin að róa 530km frá því að ég lagði af stað frá Ísafirði og er það búið að taka mig um 93 klukkutíma. Eins er ég búin að vera með sól síðustu 12 daga og hef verið að nota vörn nr 50 alla daga og er byrjuð að flagna í andlitinu og það verður kærkomið að taka smá pásu en ég ætla að vera með fyrirlestur á Akranesi annað kvöld og ætla ég að nota tímann í að þvo allann búnað, fatnað og gera klárt fyrir þriðjudaginn en eins og veðurspáin er í dag þá er ekki útlit fyrir að ég komist af stað fyrr en á mivikudaginn, jafnvel fimmtudaginn.

 

 

Now the weather spell was broken and I  put in this last Wednesday, after being weather bound for 2 days in Arnarstapi. While I was staying in Arnarstapi, my paddling-buddy Orlygur was by pure coincident also there, doing some guiding jobs on Snæfellsjokull glacier. So he gave me his car keys and I went for a ride, did some sight seeing in canyon Rauðfeldargjá, and was also able to stock up on supplies. Last but not least I did some costal inspection to estimate next take-outs and camp sites and so forth. This part of the peninsula is part of the Snæfellsjokull National park so a paddler is not supposed to take out wherever he/she likes. Around 18 PM I was ready to put in, Orlygur gave me a hand with that and I was on the water once more, heading for Búðir hotel resort. Mild conditions on the water, some swells ever so slightly changing into calm waters. Two hrs later I was at Búðir, bought a sandwich and called Guðni Pall whom I was expecting to join me that same evening. I opted for more paddling, hoping to put 10 more km on the clock. But winds picking up again and soon I was paddling in offshore fresh breeze, slowing me down. I decided to take out, first looking at the maps in order to find a quality camping ground, accessible by car for Guðni Pall, fairly loaded with his gear.

After breakfast next morning, we decided to continue Eastwards, following the south coast of Snæfellsnes peninsula, with white beaches and washes mile after mile. One hour later we deserved a brake. Up until now we had been paddling downwinds, also taking advantage of the tide, resulting in good progress. After 20 km of paddling we decided to cross fjord Haffjörður, to avoid crosswinds. Dealing with the elements on 45 degrees angle was a bit better option. Course was set for farm Akrar, 27 km haul, and we made a great progress the first 17 km, but struggled quit a bit the last 10 km, due to changing of conditions, finding us in strong headwinds. We even considered taking out on a small island close by, to escape the headwinds, but decided to inch our way to Akrar. This was the best option, bearing mind next days forecast; easterly winds, meaning staying closer to shore would be rewarding on tomorrows paddle. The last 6 km to shore were taxing, to say the least, and getting out of the boat, streatch and relieve yourself, felt like heaven. Holding it for 4 hours is a task. Short brake here, and then onwards to Akrar to make camp. Guðni got busy immediately with making fire and before I knew, he was flipping burgers, a good change from my freeze-dried meals. Örlygur came by on his way to Reykjavík and spent part of the evening with us. Next morning me and Guðni headed for town Akranes and what a quality paddle that was. The paddling ground from Akrar to fjord Borgarfjörður is beyond compare. Many of the island we passed are decorated with grass on top and white sand beaches. Quite shallow waters around those islands resulting in risk of getting stranded on low water. No worries though; just use the time to have a coffiebrake and enjoy the view. I´d wanted to spend one more day here. I felt as if I was somewhere outside of Iceland. But we had a crossing to do; fjord Borgarfjorður. Wind had changed to SW direction which was not too good news since the tide was going out, i.e. in the opposite direction. This creates rough waters and can be a challenge for paddlers, but we made a fair progress while crossing. We headed slightly into the fjord, putting our money on the ebb pushing us towards the fjords mouth. That payed off and we took out 2 km farther west of our original take out-spot. Here we took a short brake, contemplating two options; finding a camp ground or make a push for it to Akranes, which meant extra 10 km.  We decided on the latter option and finally took out around 9 PM. First thing was to get the kayaks on safe ground and talk to the campsite warden about where we could make camp, since we took out slightly outside the official campsite. We ended up with making camp amongst caravans. Next thing was feeding. Across the street was a fast food joint where we wolfed down some juicy stuff, like this was our first meal in weeks. But from this day forward I will try to avoid official camp sites because one craves peace after long days on the water. I have nothing against Akranes camp site but you get my point. The hot shower was great though.

Around 9 AM next morning we got company from paddler Eymundur who would paddle along to Reykjavík. So this was now a team of three. We headed for chuch Hallgrimskirkja to begin with, putting our faith in the tide to push us deeper. When we had 9 km left, we changed course, this time for headland Grotta and then we finally took out around 2 PM. Lots of folks greeting us when we took the last strokes, and that felt really good and heartwarming. As we speak I am in Seltjarnarnes for a 2 days brake. Just for fun, I have covered 530 km so far – 93 hrs of paddling. As far as sunshine goes, I´ve had 12 days of sunshine in a row. This means I´ve had to use sunscreen with SPF 50 but still my skin is peeling off my face. A brake is thus needed. I will have an open talk tomorrow night in Akranes, and I need to use some time to wash my clothes and gear in order to be ready again in a few days, depending on the forecast.

Leave a Reply