Fyrsta áfanga lokið, Ísafjörður-Patreksfjörður. / First phase completed

By 17. May, 2019 Blogg

English below

Loksins gat ég gefið mér tíma til að setjast niður og skrifa hvernig byrjunin á ferðinni hefur verið. Það var æðislegt að geta byrjað í svona góðu veðri eins og var á þriðjudaginn og ekki skemmdi fyrir allt fólkið sem kom og kvaddi mig þegar ég lagði í hann og verð ég að viðurkenna að ég var virkilega djúpt snortin yfir því. Einnig var það mjög svo sérstök tilfinning sem ég upplifði þegar ég réri af stað, veifaði fólkinu bless og hugsaði til þess að ég kæmi ekki aftur heim fyrr en ég væri búin að róa allan hringinn. Má segja að ég hafi verið með gæsahúð yfir þessu öllu saman.
Það voru tveir heimamenn sem fylgdu mér úr höfn en einnig kom einn að sunnan til að róa með mér fyrstu dagana og er ég virkilega þakklát fyrir það en sá góði drengur heitir Örlygur
En eins og ég sagði þá fengum við æðislegt veður fyrsta daginn og rérum við um 50 km og áttum næturstað á Ingjaldssandi. Á þeim legg stoppuðum við tvistar til að teygja úr okkur og næra okkur aðeins en það var fínt í sjóinn allan tíman nema þegar við fórum fyrir Deildina og Göltinn en var Deildin ívið verri. Hún Betty á Ingjaldssandi tók vel á móti okkur og var virkilega gaman að heimsækja hana og vildi hún allt fyrir okkur gera.

Dagur tvö var einnig virkilega góður þrátt fyrir regn seinni partinn en svo brast á með hellirigningu seinna um kvöldið þegar við rérum við frá Ingjaldssandi í Selárdal í Arnafirði sem kannski hvað þekktastur fyrir Gísla á Uppsölum og Samúel listamann. Fínasta veður og sjólag þennan daginn nema fyrir Barðann – en við því mátti búast.

Svo í gær þá rérum við frá Sélardal yfir í Hænuvík í sunnanverðum Patreksfirði og byrjaði sá dagur vel, vorum með vind og straum með okkur út Arnafjörðinn og fyrir Kópinn og ætluðum við að taka land þegar við værum komin fyrir Kópinn en leist ekkert á það þannig að við ákváðum bara að þvera fjörðinn strax en lentum við fljótlega í brælu, vindur yfir 10 metrar á sekúndu og ölduhæð um einn meter og gekk ferðin hægt en við komust á leiðarenda. Alla þessa daga erum við búin að róa með straum og á móti og hefur ferðahraðinn verið frá 8-9 km á klst niður í rétt rúmlega 2 km.

Það sem stendur kannski hvað hæst upp úr af þessum þremur dögum er hvað við eigum fallegt land og mikið af þessu hef ég séð áður en ekki frá sjó og er það alveg einstök upplifun. Einnig erum við búin að hitta trillukarla í nánast öllum fjörðum og hafa þeir verið mjög hjálpsamir að miðla sinni þekkingu af landi, straumum og veðurspám.

Í kvöld hélt ég svo minn fyrsta fyrirlestur á ferð minni um landið sem gekk bara mjög vel að ég held þó svo að það hafi verið margir sem mættu en ég kenni söngvakeppninni um það. Nú erum við stödd á Grænhóli á Barðaströnd þar sem við fengum lánaðan sumarbústað og erum að plana næstu daga ásamt að þurrka tjald og annan búnað eftir rigninguna síðustu nótt.

Plan fyrir næstu daga er að slaka á í dag og reyna að gera við þurrgallann minn en ég fann á fyrsta degi að hann lak og hef ég verið blaut á vinsta fæti sem er ekki gott en svo verður haldið áfram á morgun og þá er planið að róa frá Hænuvík yfir í Látravík og gista þar eina nótt. Svo á sunnudeginum ætlum við að fara fyrir Látrabjarg og yfir á Rauðasand og gista þar eina nótt, þaðan ætlum svo að fara yfir á Brjánslæk og reyna svo að þvera Breiðafjörðinn daginn eftir með viðkomu í Flatey.

 

 

Finally I get the time to give a report on the first phase of my long awaited expedition. Put in last Tuesday and took the first paddlestrokes in calm and warm weather as I said goodbye to my family and spectators on the pier in Isafjordur, my hometown. I confess I was humble and full of gratitude to see so many people there, bearing in mind I might not see them again until the completion of my circumnavigation. All this gave me goosebumps. Accompanying me were two local paddles who honoured me with a short escort to sea and from Reykjavik, my good buddy, Örlygur, who joins me the first week or so. Really great indeed. So as I said earlier, we were blessed with great weather the first day, and covered 50 km until we reached our first camp in Ingjaldssandur, including couple of stops to stretch our legs and have some coffee. So during the first half of the day we paddled in calm seas, but gradually we were introduced to 5 ft swells and following seas, with a culmination of things as we paddled around headlands, Deildin and Göltur. We took out at Ingjaldssandur after 10 hrs trip and were greeted by farmer Betty who was very hospitable and nice.
Day two was great on the water as well, despite some afternoon showers which later climaxed in pouring rain as we took out in fjord Arnarfjörður and made camp in valley Selardalur, homeplace of artist Samuel Jonsson and hermit Gisli á Uppsölum. Seas and swells didn´t give us any surprises that day, but Barðinn headland was the crux of the day – a bit challenging as usual.
And today, the third day, we paddled from Selardalur to cove Hænuvík in fjord Patreksfjordur and we had a field day on the water – the first 90 minutes or so, paddling downstream 10 km an hour around headland Kópurinn, an absolute joy that was. We had in mind to take out shortly thereafter, to stretch, but found no good landing spot, so we continued in SW direction, upwinds facing 3 ft seas and fresh breeze as we crossed the fjord to reach our final destination. This was a 3 hrs paddle. We had to face the fact that this 15 km of crossing was taxing, slowing our speed down to 1-2 km an hour.
What stands out in my opinion, as we have been covering some 120 km of shoreline, is the beauty of our fatherland, which I’m not being introduced to for the first time, to be honest, but never before have I viewed those places from sea, which is a hole different and thrilling experience. In addition we have come across lots of fishermen, always willing to share the latest info on weather and conditions.
This evening I gave my first open talk in a series of eight presentations around the country. It went well despite of not to many attendants, blame that on Eurovision song contest on TV, absorbing much attention, no surprises there. As we speak we are resting for one day in a nice cabin 30 km outside of Patreksfjörður town. Resting a bit, planning the next days, and then back on the water, next saturday.
The plan is to make some drysuit repairs and then continue to cove Látravík for camp three. Sunday we need to paddle around Bjargtangar headland for camp four on Rauðasandur. Monday it is Brjánslækur and the day after, crossing the great fjord Breiðafjörður with a short stop in Flatey island.

 

 

Leave a Reply